Náttúrulega 3 - vinnubók

23 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli Hér sérðu kynfæri kvenna. Fyrir neðan eru númeruð hugtök. Settu númerin á réttan stað á myndirnar. Tengdu svo hugtökin við rétta skilgreiningu hér að neðan. Athugaðu að sum hugtök koma oftar fyrir en einu sinni. a næmasti hluti kynfæra kvenna. b hluti af kynfærum kvenna, leiða upp í leg. c sjást að utanverðu og skiptast í ytri og innri barma. d sá hluti kynfæri konu sem geymir og þroskar eggfrumur. e sá hluti kynfæris konu sem frjóvgað egg (fósturvísir) vex í og verður að fullburða fóstri/barni. f önnur af tveimur rásum sem liggja frá eggjastokk að legi. g göng sem þvagið fer um frá þvagblöðru og út úr líkamanum. h blaðra sem safnar þvagi. 1 Eggjastokkur 2 Eggjaleiðari 3 Leg 4 Þvagblaðra 5 Þvagrás 6 Snípur 7 Leggöng 8 Skapabarmar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=