Náttúrulega 3 - vinnubók

9 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli HRYGGDÝR NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Dýr sem eiga það sameiginlegt að vera með hryggjasúlu. Hitastig stýrist af umhverfi. Miklar sveiflur í hitastigi. Dýr stýrir hitastigi sjálft með efnaskiptum. Litlar sveiflur í hitastigi þrátt fyrir að hiti í umhverfi breytist. Dýr með misheitt blóð, anda bæði í vatni og á landi. Eru með blauta og slímuga húð. Þegar frjóvgun á sér stað utan líkama dýra. Egg fróvgast eftir að það kemur út úr kvendýri. Þegar frjógvun á sér stað innan líkama dýra. Dýr með misheitt blóð, húð þeirra þolir þurrkinn á landi. Ekki slímug. Fiðraðir, með vængi, gogg og fætur. Flestir geta flogið. Fuglar sem dvelja á Íslandi allt árið um kring. Fuglar sem dvelja í fleiri en einu landi, ferðast á milli á vissum árstíðum. Fuglar sem dvelja og verpa ekki á Íslandi að staðaldri en flækjast óvart hingað. Eiga það sameiginlegt að afkvæmi drekka mjólk úr mjólkurkirtlum móður. Fá næringu í gegnum fylgju og naflastreng á meðgöngu. Fæðast mjög óþroskuð og koma sér fyrir í poka eða húðfellingum móður og drekka þar mjólk þar til meiri þroska er náð. Verpa eggjum en næra afkvæmi sín á mjólk. Innvortis frjóvgun Misheitt blóð Froskdýr Farfuglar Staðfuglar Fylgjudýr Spendýr Pokadýr Jafnheitt blóð Ytri frjóvgun Hryggdýr Flækingar Fuglar Nefdýr Skriðdýr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=