Náttúrulega 3 - vinnubók

NÁTTÚRULEGA VERKEFNABÓK 3

FJÖLBREYTT FÁNA 5 KYNÞROSKI OG ERFÐAFRÆÐI 19 ORKA OG AUÐLINDIR 32 HLÝNUN JARÐAR 55 JARÐFRÆÐILEGA 72 EFNISYFIRLIT

NÁTTÚRULEGA 3 VERKEFNABÓK Halldóra Lind Guðlaugsdóttir | Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir Myndhöfundur: Krumla

2 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli ÁÐUR EN VIÐ HEFJUMST HANDA LESTU VEL Gættu þess að lesa vel fyrirmæli áður en þú byrjar að vinna í verkefnabókinni. Í verkefna- bókinni skaltu svo lesa vel öll fyrirmæli áður en þú hefst handa. SKRIFAÐU SKÝRT Skrifaðu eins skýrt og greinilega og þú getur í verkefnabókina. Gættu þess einnig að skrifa ekki of stóra stafi. HJÁLPIST AÐ Þegar verkefni eru viðamikil eða seinunnin getur verið gott að hjálpast að. Önnur og léttari verkefni skaltu reyna að leysa af sjálfsdáðum áður en þú leitar hjálpar. NOTAÐU BÆKUR OG SNJALLTÆKI Þegar þú vinnur í verkefnabókinni getur verið nauðsynlegt að notast við lesbókina sem fylgir eða upplýsingar af netinu sem nálgast má í snjalltæki.

3 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli INNGANGUR Eigandi þessarar bókar er Það er mikilvægt að þú þekkir styrkleikana þína og í hverju þig langar að bæta þig. Nú skaltu velta fyrir þér styrkleikum þínum. Athugaðu að styrkleikar geta verið persónulegir eiginleikar, hæfileikar tengdir áhugamálum eða tengdir námi. STYRKEIKAR MÍNIR Í SKÓLANUM ERU:     Í þessari bók lærir þú ýmislegt nýtt og án efa á sumt eftir að vekja meiri áhuga en annað. Skoðaðu nú vel bæði lesbókina og verkefnabókina og svaraðu eftirfarandi spurningum: Hvað finnst þér mest spennandi að læra um af því sem þú sérð í bókinni?    Hvað heldur þú að verði erfitt að læra um af því sem þú sérð í bókinni?    Hvaða verkefni heldur þú að verði skemmtilegast að vinna í bókinni?   

4 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli HVAÐ GET ÉG GERT TIL AÐ HAFA ÁHRIF? 1. Hvað er jákvætt og gott í þínu umhverfi? 4. Hvað getur þú gert til að bæta umhverfi þitt? 3. Hvað mætti bæta í þínu umhverfi? 2. Hvað getur þú gert til að gera það sem er gott enn betra?

5 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli HVAÐ VEIST ÞÚ UM Fyrir kennslu VIÐFANGSEFNIÐ? Eftir kennslu rétt rangt rétt rangt Sum dýr geta ljóstillífað. Smokkar eru hópur dýra. Hryggleysingjar eru klessudýr því þau eru ekki með hryggjarsúlu. Njálgur er undirtegund orma. Dýr sem búa í skeljum sem lokast saman kallast samlokur. Krossfiskar eru rándýr. Kóngulær eru skordýr. Hvalir, hákarlar og lax teljast til fiska. Karlkyns fiskur kallast hængur. Það eru til spendýr sem verpa eggjum. FJÖLBREYTT FÁNA 1. KAFLI

6 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli Í hafinu má finna mikinn fjölda af flottum lífverum. Þessa mynd má lita.

7 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli HRYGGLEYSINGAR Fylltu í krossgátuna þau orð sem vantar. 1 2 9 3 4 5 6 7 8 1 Sjávardýr með harðan, göddóttan hjúp. Færa sig úr stað með sogskálum og eru með munn að neðan, maga fyrir miðju og endaþarm að ofan. 2 Flokkur dýra með liðskiptan líkama. 3 Eru með flatan líkama, flestir eru sníklar sem festa sig í meltingafæri annarra dýra. 4 Einföld að gerð, hafa þó sérhæfð líffæri og vefi. Lifa oftast í sjó og eru þakin eiturfrumum sem geta drepið bráðina við snertingu. 5 Stór hópur dýra með ólíkum tegundum. Eiga það sameiginlegt að hafa mjúkan óliðskiptan líkama. 6 Stór og fjölbreyttur hópur lífvera sem á það sameiginlegt að vera ekki með hryggjarsúlu. 7 Eru með liðskiptan líkama og liðskipt liðamót á fótum. 8 Eru langir, þráðlaga og næstum gegnsæir. 9 Frumstæð fjölfruma dýr sem lifa í vatni. Eru með ótal smá göt um líkamann sem þau nota til að sía vatn og fæðu í vatninu í gegnum sig.

8 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli LAUS VIÐ HRYGG Leitaðu á vefnum og finndu dæmi um holdýr sem eru botnföst og svo hveljur. Teiknaðu mynd af þeim hér í rammann og skrifaðu hvað þau heita. Sumir ormar eru sníklar. Hvað þýðir það? Nefndu dæmi um hvernig ormar geta verið mikilvægur hlekkur í umhverfi sínu: Teiknaðu þrjú ólík lindýr. Hvernig eru þau lík og hvernig eru þau ólík? Þú mátt nota dæmi úr bókinni eða leita að öðrum dæmum á vefnum. Nefndu dæmi um skrápdýr sem er jurtaæta: Nefndu dæmi um skrápdýr sem er rándýr: Af hverju flokkum við köngulær ekki sem skordýr?

9 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli HRYGGDÝR NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Dýr sem eiga það sameiginlegt að vera með hryggjasúlu. Hitastig stýrist af umhverfi. Miklar sveiflur í hitastigi. Dýr stýrir hitastigi sjálft með efnaskiptum. Litlar sveiflur í hitastigi þrátt fyrir að hiti í umhverfi breytist. Dýr með misheitt blóð, anda bæði í vatni og á landi. Eru með blauta og slímuga húð. Þegar frjóvgun á sér stað utan líkama dýra. Egg fróvgast eftir að það kemur út úr kvendýri. Þegar frjógvun á sér stað innan líkama dýra. Dýr með misheitt blóð, húð þeirra þolir þurrkinn á landi. Ekki slímug. Fiðraðir, með vængi, gogg og fætur. Flestir geta flogið. Fuglar sem dvelja á Íslandi allt árið um kring. Fuglar sem dvelja í fleiri en einu landi, ferðast á milli á vissum árstíðum. Fuglar sem dvelja og verpa ekki á Íslandi að staðaldri en flækjast óvart hingað. Eiga það sameiginlegt að afkvæmi drekka mjólk úr mjólkurkirtlum móður. Fá næringu í gegnum fylgju og naflastreng á meðgöngu. Fæðast mjög óþroskuð og koma sér fyrir í poka eða húðfellingum móður og drekka þar mjólk þar til meiri þroska er náð. Verpa eggjum en næra afkvæmi sín á mjólk. Innvortis frjóvgun Misheitt blóð Froskdýr Farfuglar Staðfuglar Fylgjudýr Spendýr Pokadýr Jafnheitt blóð Ytri frjóvgun Hryggdýr Flækingar Fuglar Nefdýr Skriðdýr

10 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli BEIN OG BLÓÐ TENGDU SAMAN SPOR OG DÝR Hvernig dýr eru hryggdýr og hvað er helsta einkenni þeirra? Hvaða kosti og galla sérð þú við það að vera með jafnheitt blóð? Hvaða kosti og galla sérð þú við að vera með misheitt blóð? Teiknaðu mynd af ferlinu hvernig fiskar fjölga sér. Merktu lykilhugtök tengd ferlinu inn á myndina.

11 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli SKRÍÐANDI, FLJÚGANDI OG SYNDANDI Af hverju eru hákarlar fiskar en hvalir spendýr? Hver er munurinn? Teiknaðu lífsferil froska, frá eggi til frosks. Merktu viðeigandi hugtök inn á myndina. Hvernig geta froskdýr lifað bæði í vatni og á landi? Hvernig þekkjum við muninn á froskdýrum og skriðdýrum? Hver er munurinn á innvortis og ytri frjóvgun?

12 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli Finndu skriðdýr sem þér finnst spennandi á vefnum eða í bók. Aflaðu þér upplýsinga um dýrið, teiknaðu og skrifaðu um það. Hvað heitir dýrið, hvar býr það, hvað einkennir það? Hvernig fjölgar það sér og hvað étur það? Hverjar heldur þú að séu helstu áskoranir dýrsins? Skriðdýrið mitt

13 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli ALLS KONAR FUGLAR Skoðaðu goggana á fuglunum hér að neðan: Hvernig eru goggarnir líkir: Hvernig eru goggarnir ólíkir: Hvaða fugl er með gogg sem hentar til að stinga sér í sjóinn og veiða fisk? 1 5 9 13 2 6 10 14 3 7 11 15 4 8 12 16

14 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli Hvaða fugl er með gogg sem nýtist vel til að týna orma upp úr jörðinni? Hvaða fugl er með gogg sem hentar til að rífa í sig kjöt? Hvaða fugl er með gogg sem hentar til að opna fræ? Hvaða fugl er með gogg sem hentar til að bíta grös? Tengdu saman hvaða fætur passa til að: Sitja á grein Synda í vatni Hlaupa Grípa bráð Af hverju heldurðu að farfuglar fari til annarra landa á veturna? Af hverju heldurðu að þeir komi aftur hingað til að verpa?

15 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli Hverjar telur þú að séu helstu áskoranir staðfugla? Veldu þér einn fugl og kynntu þér hann vel. Hver eru helstu einkenni fuglsins og hvernig nýtast þeir eiginleikar honum? Hvað dvelur hann lengi á Íslandi? Hvar finnst þessi fuglategund á landinu og hvað verpir hann mörgum eggjum? Hver er helsta fæða? Á fuglinn einhverja óvini? Þú mátt skrifa um fuglinn eða teikna hann og merkja inn helstu upplýsingar.

16 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli SPENDÝR STÓR OG SMÁ Hvað einkennir spendýr? Er til spendýr sem getur flogið? Hvernig kom það til að spendýr lifa í hafinu? Hver er munurinn á fylgjudýri, pokadýri og nefdýri? Hvaða spendýr lifa villt á Íslandi? Hvaða spendýr komst hingað af sjálfsdáðum? Hvaða spendýr sem maðurinn kom með hefur verið skaðvaldur í íslenskri náttúru?

17 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli FLOKKAR DÝRA Flokkaðu eftirfarandi lífverur hryggdýr spendýr kengúra Dæmi:

18 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 1. kafli Vambar skíta teningslaga skít sem er ólíkt öðrum dýrategundum. En af hverju ætli það sé? Við skulum setja fram tilgátu og rannsaka málið í kjölfarið. Tilgáta: af hverju heldur þú að vambar séu með teningslaga skít? Efni og áhöld: Netið, vinnubók, blýantur eða penni Framkvæmd: Segðu frá hvernig þú ætlar að leita þér upplýsinga. Niðurstaða: Komstu að svarinu? Hvert er það? Umræður: Var tilgátan þín rétt? Gekk vel að komast að svarinu? Var eitthvað sem kom á óvart? VAMBASKÍTUR HEILABROT

KYNÞROSKI OG ERFÐAFRÆÐI 2. KAFLI HVAÐ VEIST ÞÚ UM Fyrir kennslu VIÐFANGSEFNIÐ? Eftir kennslu rétt rangt rétt rangt Þegar sáðfruma og eggfruma sameinast getur barn orðið til. Allir einstaklingar sem fæðast eru annað hvort karlkyns eða kvenkyns. Snípur er næmasti hluti karlkyns kynfæra. Konur fæðast með öll sín egg. Kona pissar út um leggöngin. Tíðablóð er rautt. Allir þroskast á sama tíma og sama hraða á kynþroskaaldrinum. Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem ver líka fyrir kynsjúkdómum. Erfðir og umhverfi stjórna því hvernig einstaklingar eru. Erfðaefnið raðast upp í gorm sem kallast DNA. Í hverri mannsfrumu eru 46 litningar. Allir sjúkdómar eru meðfæddir. 19 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli

HVER ER MUNURINN? FINNDU 5 VILLUR 20 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli

21 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli KYNÞROSKI OG ÆXLUNARFÆRI NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Líkamlegur þroski þar sem hormónar koma af stað þeim eiginleika að geta getið afkvæmi. Breyting á rödd stráka á kynþroskaskeiðinu. Þegar sæði losnar úr kynfærum karlmanns (typpinu). Líffæri sem sjá um fjölgun einstaklinga. Þegar typpi fer inn um leggöng konunnar. Frjóvgað egg / fyrsta stig fósturs. Líffæri sem myndast á meðgöngu, tengir blóðrás fósturs og móður og flytur næringu og súrefni á milli þeirra í gegnum naflastreng. Strengur sem fóstur fær næringu í gegnum frá móður. Þegar þroskað egg losnar úr eggjastokk og fer niður eggjaleiðara. Þegar typpið rís (stinnist). Kynfruma karlmanns. Vökvi sem sæðið blandast við, auðveldar því að synda. Kynfruma konu. Naflastrengur Kynþroski Fósturvísir Sáðfrumur Fylgja Sáðlát Eggfruma Æxlunarfæri Standpína Sæðisvökvi Mútur Samfarir Egglos

22 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli 1 Þvagblaðra 2 Sáðblaðra 3 Sáðrás 4 Kóngur 5 Typpi 6 Þvagrás 7 Pungur 8 Eistnalyppa 9 Eistu 10 Forhúð a fremsti hluti typpisins sem er næmur fyrir snertingu. b húð sem hlífir kónginum. c sá hluti kynfæra þar sem sæðisvökvi verður til. d húðpoki utan um eistu karlmanns. e sá hluti kynfæri karlmanns sem framleiðir sæðisfrumur. f geymslustaður fyrir sæðisfrumur. g rás sem liggur frá eistum og sæðið flyst eftir. h göng sem þvagið fer frá þvagblöðru og út úr líkamanum. i blaðra sem safnar þvagi. j stundum kallað getnaðarlimur. Í gegnum þetta getur bæði þvag og sæði ferðast. Hér sérðu kynfæri karla. Fyrir neðan eru númeruð hugtök. Settu númerin á réttan stað á myndirnar. Tengdu svo hugtökin við rétta skilgreiningu hér að neðan. Athugaðu að sum hugtök koma oftar fyrir en einu sinni.

23 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli Hér sérðu kynfæri kvenna. Fyrir neðan eru númeruð hugtök. Settu númerin á réttan stað á myndirnar. Tengdu svo hugtökin við rétta skilgreiningu hér að neðan. Athugaðu að sum hugtök koma oftar fyrir en einu sinni. a næmasti hluti kynfæra kvenna. b hluti af kynfærum kvenna, leiða upp í leg. c sjást að utanverðu og skiptast í ytri og innri barma. d sá hluti kynfæri konu sem geymir og þroskar eggfrumur. e sá hluti kynfæris konu sem frjóvgað egg (fósturvísir) vex í og verður að fullburða fóstri/barni. f önnur af tveimur rásum sem liggja frá eggjastokk að legi. g göng sem þvagið fer um frá þvagblöðru og út úr líkamanum. h blaðra sem safnar þvagi. 1 Eggjastokkur 2 Eggjaleiðari 3 Leg 4 Þvagblaðra 5 Þvagrás 6 Snípur 7 Leggöng 8 Skapabarmar

24 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli Teiknaðu í rammann myndaséríu um hvernig barn verður til. Frá sáðfrumu og eggfrumu upp í fullburða barn. Merktu inn mismunandi þroskaskeið fóstursins. Á myndunum þarf að vera eggfruma, sáðfruma, fósturvísir, fóstur á nokkrum mismunandi stigum, leg, fylgja og naflastrengur. BARN VERÐUR TIL HEILABROT

25 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli Hvaða breytingar eru sameiginlegar hjá stelpum og strákum á kynþroskaskeiðinu? Hvaða breytingar verða bara hjá stelpum á kynþroskaskeiðinu? Hvaða breytingar verða bara hjá strákum á kynþroskaskeiðinu? Skrifaðu hvaða breytingar verða við hverja mynd í tíðahringnum. Hvernig nærist fóstrið á meðan það er í móðurkviði?

26 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli HVAÐA GETNAÐARVARNIR PASSA? Hvaða getnaðarvörn passar þeim sem vill einnig verja sig fyrir kynsjúkdómum? Hvaða getnaðarvörn passar þeim sem þola illa hormónagetnaðarvarnir? Hvaða getnaðarvörn passar best þeim sem eru vissir um að vilja ekki eignast börn (eða fleiri börn)? Geta þeir sem eru með ofnæmi fyrir latexi notað smokk? HVERJU ER VERIÐ AÐ LÝSA? Sjúkdómur sem veldur skemmdum á líffærum, sérstaklega í kviðarholi, getur valdið miklum sársauka sérstaklega við blæðingar. Eitt meðferðarúrræði við ófrjósemi. Eggfrumur eru teknar úr konu og frjóvgaðar með sæðisfrumum á rannsóknarstofu. Síðan er frjóvguðu eggi (fósturvísi) komið fyrir í legi konunnar.

27 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli ÁSTIN ER ALLSKONAR Fylltu í krossgátuna þau orð sem vantar. 1 2 3 4 5 6 7 8 1 Verða eingöngu skotin í einstaklingum af hinu kyninu. 2 Einstaklingur sem fæðist með óhefðbundin kyneinkenni. 3 Verða skotin í einstaklingum að fleiru en einu kyni. 4 Einstaklingur sem skilgreinir kyn sitt á annan hátt en það kyn sem var úthlutað við fæðingu. 5 Verður aldrei að sjaldan skotið í öðru fólki. 6 Hrífst af persónu óháð kyni. 7 Þegar einstaklingur skilgreinir kyn sitt á annan hátt en kvenkyns eða karlkyns út frá líffræðilegu kyni. 8 Verða eingöngu skotin í einstaklingum af sama kyni.

28 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli KYN, KYNHNEIGÐ OG ALLT HITT Hver er munur á kyni og kynhneigð? Hver er munurinn á líffræðilegu kyni og kynvitund? Ræðið og skrifið niður hver ykkur finnst vera munurinn á því að líka vel við einhvern sem vin og að vera skotin í einhverjum: Hvenær má hringja í hjálparsíma Rauða Krossins?

29 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli AF HVERJU ER ÉG EINS OG ÉG ER? NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Fjallar um það hvernig ákveðnir eiginleikar um útlit og mörg persónueinkenni. Geymir upplýsingar um það hvernig einstaklingur lítur út. Tveir gormlaga þræðir erfðaefnis. Sjúkdómar sem geta erfst frá foreldrum til barna. Raðaðu orðunum í stærðarröð: litningur – gen – erfðaefni – litningapar Hver er munurinn á erfðum og umhverfi? Hvað þarf til að víkjandi eiginleiki komi fram? Erfða- sjúkdómar Erfðaefni Litningur Erfðafræði > > >

30 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli KÖNNUN Í BEKKNUM FINNDU EINHVERN SEM: Skráðu nöfn einstaklinganna inn í reitinn. getur beygt þumalinn í báðar áttir getur ekki beygt þumalinn í báðar áttir getur gert pulsubrauð með tungunni er með lausa eyrnasnepla er með fasta eyrnasnepla er með freknur er með engar freknur er með blá augu er með brún eða græn augu Hvað veldur því að einstaklingar eru svona ólíkir? HVERNIG VERÐA EYRUN? Hvernig eyrnasneplar líta úr er háð erfðum. Laus eyrnasnepill er ríkjandi á meðan fastur er víkjandi. Fylltu út reitina til að sjá líkurnar á að barn þessara foreldra fæðist með lausa eyrnasnepla. Hverjar eru líkurnar? A a a a

31 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli ERFÐASJÚKDÓMAR Veldu einn erfðasjúkdóm og kynntu þér hann vel. Segðu frá honum í stuttu máli. Ég valdi að segja frá:

32 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli ORKA OG AUÐLINDIR 3. KAFLI HVAÐ VEIST ÞÚ UM Fyrir kennslu VIÐFANGSEFNIÐ? Eftir kennslu rétt rangt rétt rangt Orka felur í sér hreyfingu. Efnaorka finnst í mat. Fjaðurorka finnst í fjöðrum fugla. Internetið er dæmi um geislunarorku. Orka eyðist ekki. Oft er talað um endurnýjanlega orkugjafa sem mengandi orkugjafa. Virkjun er bygging þar sem rafmagn er búið til. Vindorka er orkugjafi sem er nýlega byrjað að nota. Rafmagn er hreyfing rafeinda. Rafrásir geta verið línulegar. Eldvarnir eru stór hluti af rafmagnsöryggi. Segulmagn finnst í heyrnatólum.

33 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli ORKA ÚT UM ALLT NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Samheiti fyrir hreyfiorku- og stöðuorkuformin. Orka sem felur í sér hreyfingu. Orka sem er geymd í tengingum frumeinda í efnasamböndum. Orkan sem geymd er í hlut sem hefur massa og getur verið togaður af þyngdarkrafti. Orka sem er geymd í formi spennu. Orkan í kjarna frumeinda sem heldur honum saman. Orkan sem býr í hreyfingum rafsegulbylgja. Orkan sem felst í hreyfingu sameinda í efni. Orka sem býr í bylgjuhreyfingum í efnum. Hreyfing rafeinda. Efnaorka Hreyfiorka Geislunarorka Fjaðurorka Kjarnaorka Aflfræðileg orka Þyngdar- stöðuorka Hljóðorka Varmaorka Raforka

34 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli STAFARUGL OARNKEAF JFÐKOURAAR EOISKUNARLRAG KLRJHÐOÓA AJKRONARAK OFARAKR RHOKARYEFI NYDARGKSÖÞÐUOTRA KARAOVMAR TEIKNAÐU Veldu eitt orkuform og teiknaðu skýringarmynd. Ég valdi orkuformið: __________________

35 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli Segðu frá eða teiknaðu orkukeðju myndaramma sem hangir upp á vegg en dettur niður þegar einhver labbar framhjá. Passaðu að skrá hvaða orka á við á hverju stigi. ORKUKEÐJUR HEILABROT

36 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli VERKEFNI VERKEFNI HEITT VATN Í GLASI Efni og áhöld: Lestu framkvæmdina hér að neðan og skráðu þau efni og áhöld sem þú þarft að nota. Tilgáta: Eftir að lesa framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Setja heitt vatn í glas, labba með það kringum skólann og mæla hitann á því fyrir og eftir gönguna. Niðurstöður: Hvað kemur fyrir vatnið? En hvað gerist ef að við notum einangraðan hitabrúsa? Hvaða orkuform birtust í þessari verklegu æfingu?

37 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli VERKEFNI VERKEFNI KAPPAKSTUR Efni og áhöld: Lestu framkvæmdina hér að neðan og skráðu þau efni og áhöld sem þú þarft að nota. Tilgáta: Eftir að lesa framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Búðu til einfaldan bíl úr hlutunum í kringum þig eða efni frá kennara. Kepptu svo við bekkjarfélaga þína. Niðurstöður: Segðu frá því sem gerðist í stuttu máli og hvers vegna það gerist. Hvaða bíll kemst hraðast og hvers vegna? Af hverju renna bílarnir ekki endalaust? Hvaða orkuform birtust í þessari verklegu æfingu?

38 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli VERKEFNI VERKEFNI HERBERGIÐ MITT Teiknaðu upp mynd af draumaherberginu þínu og merktu inn á hana þau rafmagnstæki sem þú myndir vilja hafa þar inni.

39 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli VERKEFNI VERKEFNI MISMUNANDI LJÓSAPERUR Efni og áhöld: Lestu framkvæmdina hér að neðan og skráðu þau efni og áhöld sem þú þarft að nota. Tilgáta: Eftir að lesa framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Mældu hita á tveimur ólíkum ljósaperum t.d. glóðaperu og led peru eftir að þær hafa lýst í nokkrar mínútur. Niðurstöður: Hvað segja niðurstöður okkur um orkusparnað í ljósaperum? Hvaða orkuform birtust í þessari verklegu æfingu?

40 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli HVAÐAN KEMUR ORKAN SEM ER NOTUÐ? NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Orkugjafar sem endurnýja sig. Orkugjafar sem endurnýja sig ekki. Bygging eða byggingar þar sem að orkunni sem við beislum er breytt í raforku. Þar sem sólarorka er notuð til raforkuframleiðslu. Virkjun þar sem vindur er notaður til raforkuframleiðslu. Virkjun þar sem jarðvarmi er notaður til raforkuframleiðslu. Virkjun þar sem vatnsafl er notaður til raforkuframleiðslu. Orkan í sjávarföllunum eða öldum. Efni sem er dælt upp úr jörðinni og notað sem orkugjafi. Er uppgufun af olíunni frá þeim tíma sem hún myndaðist. Hún er brennd til orkunotkunar. Afurð frá milljóna ára gömlum mýraskógum. Þau eru brennd til orkunotkunar. Virkjun þar sem kjarnorku er breytt í raforku. Timbur sem er notað til húsahitunar, við matseld og raforkuframleiðslu. Orkugjafi sem er búinn til úr leifum lífvera. Lífefnaeldsneyti Jarðvarma- virkjanir Vindorkuvirkjanir Olía Sólarorka Sjávarfallsorka Virkjanir Jarðgas Óendurnýjanlegir orkugjafar Viður Kjarnorkuver Endurnýjanlegir orkugjafar Kol Vatnsafls- virkjanir

41 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli Hver er munurinn á endurnýjanlegum og óendurnýjanlegum orkugjöfum?

42 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli Er orkugjafinn endurnýjanlegur eða óendurnýjanlegur? Merktu við í reitinn sem á við. Endurnýjanlegur Óendurnýjanlegur Jarðvarmi Olía Kol Sól Sjávarföll Kjarnorka Vindur Nefndu tvö dæmi um orkugjafa sem hafa verið notaðir um aldanna skeið. Segðu frá hvernig þeir voru notaðir. ALDARGAMLIR ORKUGJAFAR HEILABROT

43 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli Veldu þrjá af þeim orkugjöfum sem fjallað er um í bókinni og fylltu út eftirfarandi upplýsingar. Finndu upplýsingar á netinu eftir þörfum. Hvað fellst í orkuskiptum? Nefndu dæmi um aðgerðir sem fylgja orkuskiptum. Orkugjafi Er það endurnýjanlegt? Hvaða orkubreyting á sér stað? Kostir? Gallar? Orkugjafi Er það endurnýjanlegt? Hvaða orkubreyting á sér stað? Kostir? Gallar? Orkugjafi Er það endurnýjanlegt? Hvaða orkubreyting á sér stað? Kostir? Gallar?

44 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli RAFMAGN E I NANGRARARNAR V IAJOLEBRULGUA AMVGVKJÝMVHATÐ MZÁSDÞDUDLHMOT BAYEADAH I UFFKE LÁZHNRGÐZPÚATN OESUTÞTX ÍVTRMG BS I SÉEZDOÍ SUGI KPFÐNYHKSBFÐDN ÆAFGAÞDOALVÖLG RE IOÐRNI PÉHTÉZ NNSBVOASFAÐS Í B GNAPDTBRNÝBPÞS ÆMI KSÞ Í TLDUÓAR Teiknaðu frumeind og merktu rafeindir, róteindir og nifteindir inn á myndina ásamt hleðslum þeirra. Þegar rafrás er tengd þannig að hver hlutur er tengdur við rafmagn og er virkni þeirra óháð hver öðrum. Verður til þegar það safnast saman umframmagn af rafeindum í efni og þær leitast svo til að jafna út hleðsluna. Efni sem leiða rafmagn. Færsla rafeinda eftir rafrás. Þegar rafrás er tengd í eina hringrás og perur eru tengdar beint saman. Efni sem leiða ekki rafmagn.

45 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli STÖÐURAFMAGN Hér átt þú að velja tvær af þremur verklegum æfingum til að vinna. VATNIÐ RENNUR Efni og áhöld: Lestu framkvæmdina hér að neðan og skráðu þau efni og áhöld sem þú þarft að nota. Tilgáta: Eftir að lesa framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Skrúfaðu frá kalda vatninu og láttu renna þannig að bunan verði samfelld en ekki of kraftmikil. Nuddaðu reglustiku með ullarklút eða einhverju álíka og farðu því næst með reglustikuna nær vatnsbununni. Passaðu þig þó á því að bleyta ekki reglustikuna. Niðurstaða: Segðu frá því sem gerðist í stuttu máli og hvers vegna það gerist.

46 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli BLAÐRA OG VEGGUR Efni og áhöld: Lestu framkvæmdina hér að neðan og skráðu þau efni og áhöld sem þú þarft að nota. Tilgáta: Eftir að lesa framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Nuddaðu uppblásinni blöðru við hár eða prjónaflík úr lopa og leggðu blöðruna svo við vegg. Niðurstaða: Segðu frá því sem gerðist í stuttu máli og hvers vegna það gerist.

47 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli GREIÐAN OG SALTIÐ Efni og áhöld: lestu framkvæmdina hér að neðan og skráðu þau efni og áhöld sem þú þarft að nota. Tilgáta: Eftir að lesa framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Helltu svolitlu salti á borð. Greiddu nokkrum sinnum í gegnum hárið eða nuddaðu greiðunni við prjónaflík úr lopa. Legðu hana svo upp að saltinu og fylgstu með því sem gerist. Niðurstaða: Segðu frá því sem gerðist í stuttu máli og hvers vegna það gerist.

48 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli RAFRÁS Teiknaðu mynd af rafrás þar sem þú tengir rafhlöðu, tvo víra og ljósaperu saman. Hvað er mikilvægt að passa þegar rafrásir eru tengdar? Teiknaðu eina algenga villu. Hver er munurinn á einöngrurum og leiðurum og nefndu dæmi um hvort. Hver er munurinn á raðtengdri og hliðtengdri rafrás?

49 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli VERKEFNI VERKEFNI RAFRÁSIR Þitt verkefni er að tengja saman rafrásir eftir fyrirmælum og bera saman. Hægt er að nota gögn frá kennara eða sýndarveruleika til að tengja rafrásirnar. MUNDU! Ef þú notar gögn frá kennara að fara varlega og brenna þig ekki. Farðu eftir leiðbeiningum og fáðu aðstoð eftir þörfum! 1. Tengdu saman batterí, 2 perur og ljósrofa. Þú mátt nota eins marga víra og þú telur þig þurfa. A. Hvað notaðir þú marga víra? B. Lýstu perurnar skært eða dauft? C. Settu mynd af rafrásinni þinni hér: 2. Notaðu 2 perur, 1 batterí og 4 víra. Tengdu hverja peru beint við batteríið. A. Var munur á því hvernig perurnar lýstu í samanburði við í lið 1.? B. Settu mynd af rafrásinni þinni hér:

50 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli VERKEFNI VERKEFNI 3. Búðu til rafrás (perur, batterí og vírar) að eigin vali en notaðu bréfaklemmu í stað eins vírs. A. Hvað segir niðurstaðan um bréfaklemmuna? B. Settu mynd af rafrásinni þinni hér: 4. Búðu til aðra rafrás að eigin vali en notaðu blýant í stað eins vírs. A. Hvað segir niðurstaðan um blýantinn? B. Settu mynd af rafrásinni þinni hér: 5. Búðu til aðra rafrás að eigin vali en notaðu strokleður í stað eins vírs. A. Hvað segir niðurstaðan um strokleður? B. Settu mynd af rafrásinni þinni hér: FRAMHALD

51 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli SEGLAR NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Málmur sem býr yfir segulkröftum. Kraftur sem togar segla og segulmagnaða hluti að seglinum. Segull sem er búinn til með málmi og rafmagni. HVERNIG TENGJAST SEGLAR? Merktu við þá segla sem snúa rétt út frá því sem þú hefur lært um segulmagn. Segulmagn Rafsegull Segull

52 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli SEGULMAGNAÐ Efni og áhöld: Lestu framkvæmdina hér að neðan og skráðu þau efni og áhöld sem þú þarft að nota. Tilgáta: Eftir að lesa framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Legðu ýmsa hluti á borðið bæði frá kennara og hluti sem þú finnur í stofunni. Legðu segul að hlutunum og sjáðu hvaða hlutir dragast að seglinum. Niðurstaða: Hvaða hlutir drógust að seglinum? Hvaða hlutir drógust ekki að seglinum? Hvað segir það um hlutina sem þú valdir, hver er meginmunurinn á þeim?

53 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli SEGULSVIÐ Efni og áhöld: Lestu framkvæmdina hér að neðan og skráðu þau efni og áhöld sem þú þarft að nota. Tilgáta: Eftir að lesa framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Settu járnsvarf ofan í plastbox. Varastu að setja segulinn ofan í kassann. Legðu segulinn upp við kassann neðan frá og hreyfðu hann til. Fylgstu með hvað gerist. Bættu svo við öðrum segli og prófaðu að snúa honum á báða vegu, þannig að andstæðir pólar snúi hvor að öðrum og að samstæðir pólar snúi hvor að öðrum. Niðurstaða: Teiknaðu mynd af segulsviði segulsins og seglanna. Hvað lærðir þú af þessari athugun?

54 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli Nefndu dæmi um segla sem eru notaðir á þínu heimili • • • Nefndu dæmi um segla sem eru notaðir í skólanum þínum • • • RAFSEGLAR Teiknaðu það sem þarf að bæta við til að gera naglann að rafsegli. Hvar eru rafseglar notaðir í íslensku samfélagi? Finndu fleiri dæmi en eru gefin upp í lesbókinni.

HLÝNUN JARÐAR 4. KAFLI HVAÐ VEIST ÞÚ UM Fyrir kennslu VIÐFANGSEFNIÐ? Eftir kennslu rétt rangt rétt rangt Gróðurhúsalofttegundir finnast aðeins í gróðurhúsum. Aukið magn gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum orsakar hlýnun jarðar. Loftslagsbreytingar er þegar það verða árstíðaskipti. Koltvíoxíð hefur aukist mikið í andrúmsloftinu eftir iðnbyltingu. Parísarsáttmálinn er sáttmáli um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið til að sporna við hlýnun jarðar. Línulegt hagkerfi er þegar engu er hent. Hringrásarhagkerfi er þegar reynt er að nýta allt sem best og að litlu sem engu sé hent. Kolefnisbinding er þegar kolefni er bundið með stóru reipi til að það sleppi ekki út í andrúmsloftið. Til að koma í veg fyrir frekari hlýnun er gott að kaupa mikið af hlutum til að skapa meiri hagvöxt. Ísland hefur möguleika á að vera meðal fremstu þjóða í endurnýjanlegum orkugjöfum. 55 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli

56 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli

57 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli HUGTÖK – JÖRÐIN OG NÁGRENNI NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Meðalhitastig jarðar hækkar. Þegar gróðurhúsalofttegundir hleypa sólargeislum inn í lofthjúpinn en ekki út aftur til að halda hitanum innan hans. Lofttegundir sem valda gróðurhúsaáhrifum. Eldsneyti sem unnið er úr jörðu: kol, olía og gas. Algengasta gróðurhúsalofttegundin af mannavöldum. Sterk gróðurhúsalofttegund sem myndast t.d. frá nautgripum og rotnandi matarleifum. Gróðurhúsalofttegund sem losnar við ýmsan landbúnað, iðnað og eldsneytisbrennslu. Hversu mikil losun koltvíoxíð kemur frá einum einstaklingi eða starfsemi. Þegar sýrustig sjávar hækkar vegna aukins magns koltvísýrings í sjónum. Þunnt lag af lofttegundinni óson (O3) sem verndar okkur fyrir skaðlegum geislum sólar. Breyting á loftslagi jarðar. Ríkjandi veðurfar á ákveðnu svæði yfir lengri tíma. Súrnun sjávar Ósonlag Gróðurhúsalofttegundir Metan Gróðurhúsaáhrifin Hnattræn hlýnun Loftslag Glaðloft Loftlagsbreytingar Jarðefnaeldsneyti Kolefnisspor Koltvíoxíð

58 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli MIKILVÆG ATRIÐI Í LOFTSLAGSMÁLUM SKILGREINDU ORÐIN: Parísarsáttmálinn: Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Línulegt hagkerfi: Hringrásarhagkerfi: Kolefnisbinding: Kolefnisjöfnun:

59 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli Þessi mynd á að útskýra hvernig gróðurhúsaáhrifin virka. Bættu inn á myndina því sem vantar og skrifaðu útskýringar inn á myndina. Nefndu allavega fjórar gróðurhúsalofttegundir: Hvaða áhrif hefur súrnun sjávar á lífverur? Hvernig tókst okkur að bjarga ósonlaginu?

60 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli LOFTSLAGSBREYTINGAR Hvernig hefur loftslag verið að breytast á jörðinni og af hverju? Hver er skýrasta birtingarmynd loftslagsbreytinga? Hefur losun gróðurhúsaáhrifa áhrif á alla jörðina eða bara á þeim stað þar sem losun verður? Hvað heldur þú að verði um ísbirni á Norðurpólnum og mörgæsir á Suðurskautinu ef allur ísinn á svæðunum bráðnar?

61 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli GETA TIL AÐGERÐA Finndu reiknivél sem hjálpar þér að reikna kolefnissporið þitt með hjálp kennara. Hvert er það? Hvaða þáttur er það sem hefur mesta kolefnissporið í þínu lífi? Hvernig gætir þú minnkað kolefnissporið þitt? Af hverju heldur þú að kolefnisspor sé mismunandi milli landa?

62 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli VERKEFNI VERKEFNI FRÉTTIR OG FJÖLMIÐLAR Skoðaðu nýlegar fréttir í áreiðanlegum fréttamiðli og finndu frétt sem snýr að umhverfis- eða loftslagsmálum. Svaraðu síðan eftirfarandi spurningum: Hver er fyrirsögnin? Hvar birtist fréttinn? Um hvað er fréttin? Við hverja er talað í fréttinni, hvaðan koma upplýsingarnar í fréttinni? Er eitthvað sem þér finnst vanta í fréttina? Það gætu verið staðreyndir, skoðanir, tengingu við önnur atriði?

63 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli SJÁLFBÆR EÐA ÓSJÁLFBÆR? Hvað þýðir að vera sjálfbær? Hvað þarf að gerast til að koma í veg fyrir áframhaldandi hlýnun jarðar? Nefndu þrjá til fimm hluti sem þú getur gert til að spara orku í þínu lífi: 1. 2. 3. 4. 5. Úr hverju er plast? Af hverju er plast skaðlegt fyrir umhverfið?

64 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli BETRI KOSTUR Ef þú ætlaðir að skipta úr plasti í aðra betri kosti. Hverju myndir þú geta hugsað þér að skipta út og hvað myndir þú nota í staðinn? Finndu fimm dæmi og skrifaðu eða teiknaðu þau hér að neðan. Dæmi:  Plast tannkremstúpa og plast tannbursti Tannkremstöflur keyptar í lausu í fjölnota ílát og bambus tannbursti     

65 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli Hver er tilgangurinn með því að flokka rusl? Farðu á heimasíðu þeirra sem meðhöndla úrgang í þínu sveitarfélagi og skoðaðu hvernig á að flokka og skila úrgangi frá heimilum. Teiknaðu 2–4 hluti í hvern ramma eftir því hvað á heima í hverjum flokki. Plast og gúmmí Pappír Pappi Gler og postulín Málmar Matarleifar Nytjahlutir Raf- og rafeindahlutir Garðúrgangur Byggingarútgangur Áhættuúrgangur Blandaður úrgangur

66 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli Hvaða áhrif hefur það á lífverur þegar við losum úrgang í vistkerfi þeirra? TIL FYRIRMYNDAR Finndu á netinu land sem stendur sig einstaklega vel í umhverfis- og loftslagsmálum. Hvaða land er það og hvað er verið að gera þar til að ná þessum árangri í loftslagsmálum?

67 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli AUGLÝSINGAR – HLUTIR SEM ÞÚ BARA VERÐUR AÐ FÁ Segjum sem svo að einhverjir áhrifavaldar framleiddu og markaðssettu íþróttadrykkinn „Pró-Fínt.“ Allir væru sannfærðir um að loksins væri kominn íþróttadrykkur sem gerir allt betra. Þetta væri drykkur sem yrði geysi-vinsæll áður en fólk svo mikið sem smakkaði sökum frábærrar markaðssetningar. Drykkurinn er framleiddur einhvers staðar erlendis og þyrfti að koma alla leið til Íslands áður en neytandinn fengi hann í hendurnar. Varan stoppar stutt í hillum verslunarinnar því fólk bara verður að fá drykkinn í hendurnar svo búðirnar keppast við að komast yfir meira af vörunni til að svara þörf neytenda. Drykkurinn kemur í mörgum bragðtegundum og svo í tveimur útfærslum. Í vökvaformi í plastflösku og svo í duftformi sem hægt er að blanda við vatn heima. Hvort heldur þú að sé umhverfisvænna, að kaupa drykkinn í vökva eða duftformi? Hafðu í huga t.d. plastnotkun og orku við flutning þegar þú svarar.

68 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli Heldur þú að það skipti neytandann máli að fá drykkinn frekar í merktri plastflösku til að allir gætu séð hvaða drykk hann væri að drekka? Hefur þú upplifað tilfinninguna að finnast þú þurfa að fá einhverja hluti bara af því hvernig þeir voru auglýstir? Ef já, hvaða hlutir? Ef nei, þekkirðu dæmi frá öðrum? Teiknaðu eða skrifaðu niður þína framtíðarsýn á samgöngum í þínu bæjarfélagi þegar þú ert fullorðinn. Hafðu í huga að stjórnvöld gætu þurft að gera breytingar og samgöngurnar þyrftu að hafa lægra kolefnisspor en samgöngur í dag.

69 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli Vissir þú að eitt skemmtiferðaskip getur sleppt meira af gróðurhúsaloft- tegundum í andrúmsloftið en allur bílafloti á Íslandi? Ef þú ættir að setja takmarkanir á skemmtiferðaskip, hvað myndir þú gera? Þú mátt ræða við félaga þína og þið ráðið ferðinni alveg. Skrifið þrjár til fimm hugmyndir. 1. 2. 3. 4. 5. Er skólinn eða bekkurinn þinn með umhverfissáttmála? Ef svo er, rifjaðu hann upp og skrifaðu hér nokkur atriði sem þér finnst mikilvæg í honum. Ef skólinn/bekkurinn eru ekki með sáttmála, skrifaðu hvað þér finnst að ætti að vera í slíkum sáttmála.

70 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli ORKUPÝRAMÍDI Teiknaðu inn (eða skrifaðu) í orkupýramídann mat sem fólk borðar af sjó og landi. Frumframleiðendur fyrst, síðan fyrsta stigs neytendur og svo framvegis. Hafðu matinn í upprunalegu formi, gerðu t.d. kartöflur frekar en franskar og naut frekar en hamborgara.

71 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli Hvort var auðveldara að finna mat sem á heima í neðri flokkum pýramídans eða mat sem var á toppnum á honum. Af hverju heldurðu að það sé? Flestir á Íslandi borða fæðu úr bæði jurta- og dýraríkinu. En ef við aðskiljum þetta tvennt. Hvort þarf stærra landsvæði til að fæða 100 manns á plöntufæði eða kjöti? Útskýrðu. Hvað á fólk við þegar það segist vera að auka fæðu úr plönturíkinu og draga úr fæðu úr dýraríkinu af umhverfisástæðum?

JARÐFRÆÐILEGA 5. KAFLI 72 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 5. kafli HVAÐ VEIST ÞÚ UM Fyrir kennslu VIÐFANGSEFNIÐ? Eftir kennslu rétt rangt rétt rangt Jörðin er gerð úr þremur grunnlögum. Talið er að Jörðin sé 4600 ára gömul. Jarðskorpan er misþykk. Jarðskjálftar verða meðal annars vegna flekahreyfinga. Jarðvísindamenn rannsaka jarðlög. Steingervingar eru dauð dýr. Loðfílar eru dæmi um risaeðlur. Það þarf að æfa rétt viðbrögð við jarðskjálftum. Jarðskjálftar eru alltaf merki um eldgos. Frostveðrun getur valdið berghlaupi.

73 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 5. kafli SAGA JARÐAR OG BREYTINGAR Á HENNI ÚTSKÝRÐU ORÐIN Í STUTTU MÁLI Kjarni: Möttull: Jarðskorpan: Jarðskorpuflekar: Steingervingar: Hver er munurinn á innri og ytri kjarna? MISÞYKK JARÐSKORPA Útskýrðu hvers vegna jarðskorpan er misþykk milli svæða í heiminum.

74 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 5. kafli Finndu 2 dæmi um flekamót A. B. Finndu 2 dæmi um flekaskil A. B. JARÐLÖG EYÐUFYLLING Settu orðin á rétta staði í textann: tímabila – jarðskorpuflekanna – jarðlög – eldgosi Í textanum er einnig ein villa sem þarf að finna og leiðrétta. Eftir því sem jarðskorpan breytist vegna hreyfinga , eldgosa, jökla og ýmiss annars sem hefur áhrif á hana myndast . Eldri jarðlög leggjast ofan á þau nýrri og hægt er að sjá mismunandi jarðlög í fjöllum og giljum. Jarðfræðingar hafa greint mismunandi jarðlög og rakið til ákveðinna og þá er til dæmis hægt að áætla úr hvaða jarðvegurinn kom. Hver var villan? Til hvers eru steingervingar gagnlegir?

75 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 5. kafli Settu niðurstöður þínar fram í veggspjaldi eða í glærukynningu. Hægt er að vinna verkefnið sem einstaklings- eða paraverkefni. Vandaðu vel hvar þú færð upplýsingarnar og skráðu hjá þér hvaðan þær koma og þeim er skilað með verkefninu. Að minnsta kosti ein heimild þarf að vera á öðru tungumáli en íslensku. JARÐSÖGUTÍMABIL Veldu eitt af jarðsögutímabilunum og kynntu þér það frekar. , Milljónir ára Nýlífsöld Upphafs og frumlífsöld Miðlífsöld Fornlífsöld Finndu upplýsingar um lífverur tímabilsins. Hvað varð til þess að tímabilinu lauk? Hvernig var hitastig og loftslag á tímabilinu? Skiptist það niður í önnur styttri tímabil? Hvað finnst þér áhugaverðast um tímabilið?

76 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 5. kafli YTRI OG INNRI ÖFL Veldu 5 af feitletruðu orðunum í kaflanum og útskýrðu. : : : : : HÆTTURNAR HEIMA Hluti af því að búa á eldfjallaeyju eru jarðskjálftar. Það eru ákveðin landsvæði sem finna mest fyrir jarðskjálftum en mikilvægt er að allir geri varúðarráðstafanir. Er eitthvað í þínu umhverfi, heima og í skólanum, sem gæti valdið hættu í jarðskjálfta? Skráðu niður hvað það er og hvernig er hægt að auka öryggi. (Ef þú býrð ekki á jarðskjálftasvæði getur þú fundið aðra hættu í kaflanum til að ganga út frá). Hvaða hættur sástu:

77 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 5. kafli Hvað er hægt að gera til að auka öryggi: VIÐBRÖGÐ VIÐ NÁTTÚRUHAMFÖRUM Kynntu þér viðbrögð við náttúruhamförum t.d. jarðskjálftum og snjóflóðum. Teiknaðu rétt viðbrögð eða skráðu niður. Viðbrögð við: ___________________________________

78 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 5. kafli ÆFUM ÁLYKTANIR Það eru margar eldstöðvar í Vatnajökli. Útskýrðu hvers vegna. Segðu frá þremur tegundum ytri afla og taktu fram hvað veldur þeim, eru þau hættuleg, hvað eykur eða dregur úr áhrifum þeirra. Þú gætir þurft að finna ítarlegri upplýsingar á netinu. : : :

79 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 5. kafli Finndu 5 villur og svo má lita.

80 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ HVAÐ HEF ÉG LÆRT Áhugavert orð sem þýðir Áhugavert orð sem þýðir Áhugavert orð sem þýðir Áhugavert orð sem þýðir Áhugavert orð sem þýðir 1. KAFLI FJÖLBREYTT FÁNA 2. KAFLI KYNÞROSKI OG ERFÐAFRÆÐI 3. KAFLI ORKUFORMIN 4. KAFLI HLÝNUN JARÐAR 5. KAFLI JARÐFRÆÐILEGA 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1 1 1 1 1 2 2 2 2 2 3 3 3 3 3

NÁTTÚRULEGA 3 VERKEFNABÓK ISBN 978-9979-0-2802-4 ©2023 Halldóra Lind Guðlaugsdóttir og Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir ©2023 Myndhöfundur Krumla nema bls 7, 9, 10, 13, 14, 26, 30, 33, 36, 39, 40, 46-47, 54, 57, 59, 64, 69, 70, 74, 75 og 78 frá Shutterstock. Ritstjórn: Andri Már Sigurðsson Yfirlestur og góð ráð: Hildur Arna Håkonsson. Málfarsyfirlestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogur Umbrot og útlit: Blær Guðmundsdóttir og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Prentun: Prentmiðlun ehf. / Lettland – umhverfisvottuð prentsmiðja

40700 Halló! Hér má finna verkefnabókina Náttúrulega 3. Í þessari verkefnabók á að teikna, lita, skrifa og framkvæma tilraunir. Verkefnin í verkefnabókinni eru fjölbreytt. Sum vinna nemendur einir, sum í hópum, sum á blaði, sum með aðstoð internetsins og önnur allt öðru vísi. Þegar við vinnum verkefni, svörum spurningum og gerum tilraunir verðum við sífellt fróðari í náttúrugreinum. Það er mikilvægt að læra um náttúruna af því að hún er allt í kringum okkur og við þurfum að læra að lifa með henni. Þessi verkefnabók er bæði til prentuð og rafræn. Góða skemmtun! Höfundar eru Halldóra Lind Guðlaugsdóttir og Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir Myndhöfundur er Krumla

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=