97 Náttúrulega 3 │ 4. kafli Hafið tekur líka við stórum hluta kol- tvíoxíðs og aukinn styrkur koltvíoxíðs í hafinu veldur því að sýrustig hafsins hækkar. Þetta ferli kallast súrnun sjávar. Lífverur þola hærra sýrustig misvel en lífverur sem mynda kalk þola illa breytingu á sýrustigi, þ.e. skeldýr og kóraldýr. Þessar lífverur eru gjarnan undirstaðan í vistkerfum sjávar og ef þeim fækkar eða þær hverfa hefur það áhrif upp alla fæðukeðjuna. Margar lífverur nærast á skeldýrum og kóralrif skapa búsvæði fyrir fjölbreyttan hóp lífvera. Nú þegar hefur súrnun sjávar haft þau áhrif að hluti kóralrifja hefur dáið. Ólíklegt er að kórallinn þoli 2 gráðu hækkun hitastigs jarðar og talið er að við gætum misst 80% kóralrifja við 1,5 gráðu hækkun en nú þegar hefur hitastig jarðar hækkað um 1 gráðu. Hlýnun jarðar hefur ekki bara þær afleiðingar að lofthiti hækkar heldur hækkar hitastig hafsins líka og hraðar en lofthiti. Þetta getur haft ófyrirséðar afleiðingar á stofna lífvera í hafinu. Einhverjar lífverur gætu þolað breytinguna illa og dáið út á ákveðnum svæðum og aðrar lífverur gætu tekið upp á því að færa sig til. Ef við horfum bara til Íslands skiptir það okkur miklu máli að hafa áfram aðgang að þeim nytjafiskum sem við höfum hingað til getað veitt í okkar lögsögu. Hafið er undirstaða lífs á jörðinni og efnahagur Íslands byggir að miklu leyti á auðlindum úr hafinu. Mikilvægt er að skilja að breyting á einum stað getur haft áhrif á öðrum stað og því verðum við að hugsa um jörðina sem eina heild. Miklu máli skiptir að stemma stigu við loftlagsbreytingum og mengun hafsins almennt. En hafið hefur lengi verið notað sem ruslakista og hefur rusl frá okkur, sérstaklega plast, þegar haft alvarlegar afleiðingar á lífríkið. ÁHRIF GRÓÐURHÚSA- LOFTTEGUNDA Á HAFIÐ HEILAPÚL
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=