Náttúrulega 3

96 Náttúrulega 3 │ 4. kafli Vandinn í dag er sá að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum er talsvert meiri en verið hefur sem kemur miklu ójafnvægi á náttúrunni. Þessa vaxandi losun má rekja til mikillar aukningar á ýmis konar neyslu okkar mannfólksins. Sem dæmi er brennsla á jarðefnaeldsneyti og annarra efna í iðnaði ástæðan fyrir auknu magni koltvíoxíðs. Á sama hátt hefur eyðing skóga og aðrar breytingar á gróðurlendum töluvert að segja þar sem plöntur taka upp koltvíoxíð. Ef minna er af plöntum þá er meira koltvíoxíð í andrúmsloftinu. Metan myndast við rotnun lífrænna efna, í maga húsdýra (sérstaklega jórturdýra), á sorphaugum, við breytingar á búsvæðum (framræslu á mýrum) og af fleiri ástæðum. Glaðloft losnar einkum í tengslum við ýmis konar landbúnað, iðnað og eldsneytisbrennslu. Vísindafólk telur að styrkur koldíoxíð hafi ekki verið hærri í næstum milljón ár. Þetta er hægt að sjá með því að skoða jarðlög og jökla sem nú eru að bráðna. En hvernig er hægt að vita það? Frá iðnbyltingu hefur magn gróðurhúsalofttegunda tvöfaldast vegna aukins iðnaðar og aukinnar neyslu fólks á ýmsum varningi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=