Náttúrulega 3

95 Náttúrulega 3 │ 4. kafli Gróðurhúsalofttegundir eru náttúruleg fyrirbæri og hafa verið í hæfilegu magni til að jafnvægi sé til staðar. Sveiflur í magni gróðurhúsalofttegunda eru líka eðlilegar og geta ýmsir þættir haft áhrif á sveiflurnar. Sem dæmi er koltvíoxíð mikilvægt í ljóstillífun plantna en þær taka upp koltvíoxíð og búa til súrefni. Dýr anda síðan að sér súrefni og í ferli sem kallast bruni anda þau frá sér koltvíoxíði. Á sumrin þegar plöntur eru ekki í dvala (á norðurhveli) er minna af koltvíoxíði í andrúmsloftinu en á veturna þegar minna er um ljóstillífun hjá plöntum. Í dag standa jarðarbúar frammi fyrir því að magn gróðurhúsalofttegunda hefur tvöfaldast í lofthjúpnum síðastliðin 100 ár eða svo. Þessi aukning gróðurhúsalofttegunda er af mannavöldum og er til komin vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, þ.e. kola, olíu og gass. Þessi aukning á styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur þegar valdið hækkuðu hitastigi á jörðinni um eina gráðu og mun hækka meira ef ekki verður gripið til viðeigandi aðgerða. Jörðin verður þá ekki lengur mátulega heit eins og áður heldur of heit. Þetta hefur og mun hafa gríðarlegar afleiðingar á búsvæði allra lífvera á jörðinni. Algengasta gróðurhúsalofttegundin er vatnsgufa sem er einfaldlega vatn (H2O). Við heyrum ekki mikið talað um þetta atriði af þeim ástæðum að fólk hefur lítil áhrif á vatnsgufu í andrúmsloftinu og að þetta er partur af náttúrulegri hringrás vatns. Ef hitastig jarðar hækkar í framtíðinni gæti það þó haft þær afleiðingar að meira vatn verði í gufuformi sem eykur enn meira á gróðurhúsaáhrifin. Vissir þú? Hvaðan kemur mengun af mannavöldum? Rafmagni og húsahitun Vöru- og fólksflutningum Matvælaframleiðslu Framleiðslu og byggingariðnaði Landbúnaði Textíl Tækni Úrgangi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=