91 Náttúrulega 3 │ 3. kafli • Til þess að búa til rafmagn þurfum við segla og til þess að búa til segla getum við notað rafmagn. • Segulmagn er kraftur sem ýmist togar seglana saman eða ýtir þeim í sundur. • Hægt er að búa til rafsegla með því að tengja rafmagn við málm en segullinn virkar bara á meðan rafstraumur er á vírnum. Seglar • Inni í hverri frumeind eru öreindir sem kallast rafeindir (-), róteindir (+) og nifteindir (0). • Stöðurafmagn kallast það þegar saman safnast umframmagn af rafeindum í efni. Rafeindirnar leitast við að vera jafn margar og róteindirnar svo efni sé óhlaðið. • Rafstraumur er leið rafmagns eftir rafstraumrás. • Efni sem hleypa rafmagni ekki í gegnum sig kallast einangrarar. • Efni sem hleypa rafmagni í gegnum sig kallast leiðarar. Rafmagn SAMANTEKT • Orka finnst víða í umhverfinu en aflfræðileg orka er samheiti yfir stöðuorku- og hreyfiorkuformin. • Stöðuorkuformin eru efnaorka, fjaðurorka, kjarnaorka og þyngdarstöðuorka. • Hreyfiorkuformin eru geislunarorka, varmaorka, hreyfiorka, hljóðorka og raforka. • Eftir því sem orkukeðjurnar verða lengri tapast orka í varmaorku eða hljóðorku. Orkuformin • Orkugjöfum er oft skipt í endurnýjanlega og óendurnýjanlega orkugjafa. • Virkjun er bygging eða byggingar þar sem orkunni sem við beislum er breytt í raforku. • Virkjanir endurnýjanlegra orkugjafa skiptast í sólarorkuvirkjanir, vindorkuvirkjanir, jarðvarmavirkjanir, vatnsaflsvirkjanir og sjávarfallaorku. • Óendurnýjanlegir orkugjafar eru jarðefnaeldsneyti eins og kol, olía, úran eða kjarnorka, jarðgas, viður og lífefnaeldsneyti. Hvaðan kemur orkan sem er notuð?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=