Náttúrulega 3

að þeir snertist. Með því að nota segul og járnsvarf er hægt að sjá með einfaldri verklegri æfingu það svæði sem segullinn hefur áhrif á. Sumir seglar eru málaðir til að auðkenna póla seglanna. Upphaflega voru flestir seglar málmbútar sem voru gerðir segulmagnaðir en með seglum er hægt að búa til fleiri segla. Þegar hlutur hefur verið gerður að segli heldur hann segulmagni sínu. Hvar má finna segulmagn í nágrenni okkar? • Í svörtu röndinni á greiðslukortunum • Í segulómunartækjum á heilbrigðisstofnunum • Í sumum kattalúgum þannig að einungis heimiliskötturinn komist í gegn • Í rafmagnsmótorum Stundum er talað um að kjarni jarðarinnar sé einn stór segull. Það er ekki alveg svo einfalt en þar er berg sem er segulmagnað. Á hvaða stað á jörðinni eru allar áttir í norður? Nú á Suðurpólnum er allt í norður. RAFSEGLAR Hægt er að búa til rafsegla með því að vinda vír í kringum nagla nokkrum sinnum og leyfa straumi að flæða um vírinn, t.d. með því að tengja hann við rafhlöðu. Við það fer naglinn að virka eins og segull en bara á meðan rafstraumur er á vírnum. Flestir stórir seglar sem eru í notkun í dag eru rafseglar. Þá má meðal annars finna í rafmagnsmótorum, hátölurum og heyrnartólum. 89 Náttúrulega 3 │ 3. kafli Rafsegill Segulsvið Straumur inn Straumur út BATTERÍ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=