Náttúrulega 3

88 Náttúrulega 3 │ 3. kafli SEGLAR Ræðum saman Hvað eru seglar? Hvernig er hægt að gera nagla að segli? Hvar finnst segulmagn í umhverfinu? Margir tengja rafmagn og segla saman. Til þess að búa til rafmagn þurfum við segla og til þess að búa til segla getum við notað rafmagn. Seglar eru til margs gagnlegir líkt og rafmagn. Á heimilum er hægt að nota þá til að festa upp stundatöflur á ísskápinn eða hnífa á hnífastand á vegg. Seglar dragast að sumum málmum og hægt er að leggja segul að málmhlutum til að aðstoða okkur við að þekkja málmtegundina. En hvað er segulmagn? Þegar tveimur seglum er haldið þétt saman finnst ósýnilegur kraftur sem togar seglana saman eða ýtir þeim í sundur. Þeir eru mjög sterkir og jafnvel það sterkir að ekki er hægt að koma í veg fyrir Það getur verið gaman að leika með segla og ýmis konar leikföng byggja á því að seglar séu festir saman til að byggja stærri einingar. Passa þarf að klemma sig ekki á sterkum seglum og að alls ekki má setja segla í munninn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=