Náttúrulega 3

86 Náttúrulega 3 │ 3. kafli Rafhlaða eða batterí eins og það er líka kallað er í raun eina þekkta leiðin til að geyma rafmagn en er mengandi í framleiðslu og því er ekki til góð leið til að geyma rafmagn í miklu magni. Á rafhlöðunni eru tveir pólar og eru þeir merktir með + og -. Í mínushlutanum eru rafeindirnar og þegar straum er hleypt úr rafhlöðunni streyma þær í átt að plúshlutanum. Þegar það eru ekki lengur fleiri rafeindir í mínushlutanum er talað um að hleðslan sé búin þar sem hún er orðin jöfn milli pólanna. Efni eru misviljug til að gefa frá sér rafeindir. Í venjulegri rafhlöðu eru efni í mínuspólnum sem vilja losa rafeindir og líka efni í plúspólnum sem vilja taka við rafeindum. Dæmi um þessi efni eru zink og brúnkol sem eru notuð í hefðbundnum rafhlöðum. Spennan milli pólanna er í rafhlöðunni þegar hún er keypt en sumar rafhlöður er hægt að hlaða og þá er efnafræðiferlinu snúið við og rafhlaðan hleðst upp á nýtt til að framkalla spennuna aftur. HVERNIG ERU RAFHLÖÐUR AÐ INNAN? HEILAPÚL Eins og rafmagn getur verið áhugavert og spennandi þarf líka að fara varlega með það. Rafhlöður innihalda skaðleg og ertandi efni og því þarf að flokka þær rétt. Þær eiga ekki að fara í almennt rusl og víða eru skilastaðir fyrir rafhlöður. Rafmagnið sem kemur inn á heimilin okkar er leitt inn í rafmagnstöflu og skipt niður á margar greinar. Oft er merkt inn í rafmagnstöflu hvert hver grein liggur og er þeim oftast skipt upp eftir herbergjum með nokkrum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=