Náttúrulega 3

83 Náttúrulega 3 │ 3. kafli (-) er frumeind jákvætt hlaðin. Oft eru þó jafn margar rafeindir (-) og róteindir (+) og er frumeind þá óhlaðin. Stöðurafmagn myndast þegar umfram magn af rafeindum safnast saman í efni. Oftast leitast efni við að vera óhlaðið. Ef rafeindir (-) eru orðnar fleiri en róteindirnar (+) hoppa rafeindirnar þangað sem vantar rafeindir til að jafna hleðsluna út. Fyrstu kynni fólks af stöðurafmagni getur verið rafmagnað hár þegar peysa er dregin yfir höfuð og hárin standa upp í loftið. Þá er líka til algengur leikur þar sem blöðru er nuddað í hár og hún síðan lögð upp við vegg. Vegna stöðurafmagns helst blaðra kyrr við vegginn í nokkra stund. Einnig er algengt að fólk fái straum þegar það snertir hluti eða manneskjur og er það einnig vegna stöðurafmagns. Ástæðan fyrir þessu er að rafeindir eru lausar og geta flakkað milli efna. Þegar þær safnast saman geta þær orðið of margar fyrir efnið sem vill þá losna við þær. Efni sem eru með sömu hleðslu (+ og +) eða (- og -) forðast hvort annað en efni með gagnstæða hleðslu dregst að hvort öðru. 0 0 0 0

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=