Náttúrulega 3

82 Náttúrulega 3 │ 3. kafli RAFMAGN Ræðum saman Hvað er rafmagn? Hvernig eru rafrásir tengdar? Hvað á að gera ef það kviknar í? Í frumeind eru Rafeindir Neikvætt hlaðnar eindir Róteindir Jákvætt hlaðnar eindir Nifteindir Hlutlausar eindir 0 0 0 0 Inni í hverri frumeind eru öreindir sem kallast rafeindir, róteindir og nifteindir. Róteindir eru jákvætt hlaðnar og eru táknaðar með + á myndinni, rafeindir eru neikvætt hlaðnar og eru táknaðar með - og nifteindir eru óhlaðnar og táknaðar með 0. Róteindir og nifteindir mynda kjarna frumeinda og eru stærsti hluti massa frumeinda. Rafeindir eru léttar og svífa í kringum kjarnann. Þær eru það léttar að massi þeirra hefur ekki áhrif á massa fumeindarinnar þegar hann er námundaður. Rafeindir geta flakkað á milli frumeinda og það gerist til dæmis þegar hár rafmagnast. Frumeindir vilja hafa ákveðið magn af rafeindum til að vera í jafnvægi. Þegar rafeindir (-) eru fleiri en róteindir (+) er frumeind neikvætt hlaðin. Þegar róteindir (+) eru fleiri en rafeindir Er elding er eins og rafmagn? Er það stöðu- rafmagn? Ætli jörðin geti sjálf búið til rafmagn? Það hlýtur eiginlega að vera. Elding verður þegar rafeindasöfnun verður í skýjum. Rafeindirnar geta hoppað í annað ský eða niður í jörðina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=