Náttúrulega 3

81 Náttúrulega 3 │ 3. kafli Talsverðar breytingar hafa orðið á því hvaðan orkan sem er notuð kemur. Notkun er samt að aukast verulega þar sem neysla eykst og þar með framleiðsla og flutningur á vörum á milli landa. Þegar stærstu orkugjafarnir eru skoðaðir eru olía, kol og gas langstærstir. Allt eru þetta orkulindir sem koma til með að klárast. Þar að auki menga þær meira en margir aðrir valkostir í orkugjöfum. Þrátt fyrir að stjórnvöld og almenningur séu meðvitaðir um stöðu umhverfismála í heiminum erum við og þá helst Vesturlönd, að nota of mikið af orku sem mengar. Hér má sjá orkunotkun allra landa heimsins. Hún er mismikil en Íslendingar nota mjög mikla orku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=