Náttúrulega 3

79 Náttúrulega 3 │ 3. kafli leiða rafmagn. Gallinn við kjarnorkuver er sá að frá þeim kemur geislavirkur úrgangur sem þarf að geyma mjög lengi við mjög öruggar aðstæður. Kjarnorkuslys geta líka verið gríðarlega hættuleg og þótt að nýleg kjarnorkuver séu mjög örugg er alltaf einhver hætta á slysum. Viður Enn í dag er viður brenndur til húshitunar, við matseld og til raforkuframleiðslu. Á Íslandi er viður lítið brenndur og þá oftast til skrauts frekar en til raunverulegrar hitunar. Á mörgum stöðum erlendis er viður stór hluti varma- og raforkuframleiðslu. Notkun á við sem eldsneyti getur valdið skaða ef of hart er gengið að auðlindinni með of miklu skógarhöggi. Ef meira er tekið en nær að vaxa minnkar skóglendið á jörðinni. Þegar viður brennur gefur hann líka frá sér koltvíoxíð sem er gróðurhúsalofttegund.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=