Náttúrulega 3

78 Náttúrulega 3 │ 3. kafli þau brennd og varmaorkan frá brunanum notuð til að búa til gufu. Hreyfiorka gufunnar er svo notuð til þess að snúa rafölum eins og í jarðvarmavirkjun. Við bruna á kolum myndast sót og koltvíoxíð. Sótið getur valdið ýmsum lungnasjúkdómum og koltvíoxíð, sem er gróðurhúsalofttegund, hefur áhrif á hitastig jarðar sé það í of miklu magni. Kol eru til í takmörkuðu magni í jörðinni og koma til með að klárast ef að við höldum mikilli notkun áfram. Kjarnorkuver Kjarnorkuver má finna víða um heiminn en í þeim er varmaorkunni sem myndast við kjarnabreytingar efna breytt í hreyfiorku og síðan í raforku. Aðeins eru u.þ.b. 50 ár síðan fólk lærði að nota kjarnorku. Kjarnorkuver gefa ekki frá sér gróðurhúsalofttegundir sem stuðla að hlýnun jarðar og eru því tiltölulega hreinn orkugjafi. Í kjarnorkuverum er efnaorkunni í kjarna óstöðugra geislavirkra frumefna breytt í varmaorku með því að kljúfa kjarnann í sundur. Varmaorkan er notuð til þess að framleiða gufu sem er notuð til að framKemur það ekki úr einhvers konar verksmiðju? Á Íslandi er rafmagn framleitt með nokkrum leiðum, meðal annars með jarðvarmavirkjunum, vatnsaflsvirkjunum og jarðefnaeldsneyti. Hvaðan kemur rafmagnið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=