Náttúrulega 3

77 Náttúrulega 3 │ 3. kafli Ókostirnir við notkun á olíu eru að bruni á olíu veldur mikilli losun á gróðurhúsalofttegundum, s.s. koltvíoxíði og að olíuafurðir eins og plast eru hættulegar umhverfinu og brotna ekki niður í náttúrunni. Olían er óendurnýjanleg og mun klárast með áframhaldandi notkun. En í raun orsakar brennsla hennar það mikla losun gróðurhúsalofttegunda að ekki er réttlætanlegt að nota olíuna þangað til hún klárast. Jarðgas Þegar olían myndaðist gufaði eitthvað af henni upp og myndaði jarðgas. Það finnst einnig neðanjarðar í nokkurs konar hólfum sem gasið festist í. Áður en náttúrulegt gas fannst var gas búið til með því að brenna kol og gaslogar notaðir í ljósastaurum og í eldavélar. Margar þjóðir nota jarðgas sem orkugjafa heimilisins og liggja gasleiðslur víða milli landa um allan heim. Kol Fyrir hundruðum milljóna ára voru gríðarstórir mýrarskógar upp á sitt besta. Þegar trén dóu féllu þau í mýrina. Árþúsundir liðu og trén rotnuðu ekki vegna þess hve lítið er af súrefni í mýrum en í staðinn urðu til kol. Þau hafa verið notuð síðastliðin 5000 ár sem orkugjafi. Þau voru fyrst brennd og notuð sem varmagjafi. Varminn var líka notaður til að bræða járn og aðra málma til að smíða verkfæri og vopn. Í iðnbyltingunni um aldamótin 1800 voru kol notuð til að knýja gufuvélar í verksmiðjum, lestum og bátum. Iðnbyltingin gjörbreytti heiminum og lifnaðarháttum fólks. Í dag eru kol að mestu brennd til að búa til raforku. Til þess að breyta efnaorku kolanna í raforku eru

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=