Náttúrulega 3

76 Náttúrulega 3 │ 3. kafli Olía myndast á gríðarlega löngum tíma. Hún myndast við það að vatnalífverur deyja og falla til botns. Stór hluti lífverunnar rotnar en hluti hennar lokast inni í leirkenndu seti í botninum. Með tíð og tíma sökkva setlögin dýpra og verða fyrir miklum hita og þrýstingi. Á milljónum ára verða efnin sem áður voru hluti vatnalífvera og set í botni vatns að olíu- og gasi. Menn telja að olíu- og gasmyndun gerist á um 50-550 milljónum ára. Í setlögunum flýtur gasið og olían á vatninu og leitar upp á yfirborðið. Hún getur lokast inni í þéttum jarðlögum og myndað olíulindir. Þegar leitað er að olíu eru ákveðin svæði líklegri en önnur. Mestu olíu-og gaslindirnar í heiminum eru við Persaflóa og í Norður-Ameríku en þær finnast einnig á öðrum svæðum. Olíu er jafnan dælt af 600-2400 metra dýpi úr jarðlögum. Ef grunur er á að olía og gas leynist á einhverju svæði eru gerðar rannsóknir á jarðlögum til að ákvarða hvort sú sé raunin. Olía finnst ekki einungis í sjó heldur einnig þar sem áður var sjór eða vatn. HUGSANLEG MYNDUN OLÍU HEILAPÚL Olía Olía er sá orkugjafi nútímans sem einna mest er notaður. Hún er notuð í raforkuframleiðslu og til þess að knýja áfram bíla, skip, flugvélar og til að hita upp hús. Þegar olíu er dælt upp úr jörðinni er hún það sem kallast hráolía. Hún er síðan hreinsuð og unnin og þá er hægt að nota hana í hinum ýmsu formum. Margar afurðir hráolíu eru augljósar eins og smurolía, bensín og díselolía en sumar tengjum við ekki jafn mikið við olíu eins og til dæmis plast, malbik, nælon og pólýester.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=