Náttúrulega 3

75 Náttúrulega 3 │ 3. kafli Sjávarfallaorka Mikil orka er í hafinu eða nánar tiltekið í öldunum og sjávarföllunum. Ekki hefur enn verið hönnuð hagkvæm tækni til að framleiða orku til notkunar úr sjávarföllum en mikil tækifæri felast í notkun þeirra þar sem aðgengi að sjávarföllum við strendur margra landa er umtalsvert. ÓENDURNÝJANLEGIR ORKUGJAFAR Óendurnýjanlegir orkugjafar eru orkugjafar sem endurnýjast ekki og munu þær auðlindir klárast á einhverjum tímapunkti. Þetta eru jarðefnaeldsneyti eins og kol og olía. Úran, er notað sem eldsneyti í kjarnorkuverum er líka óendurnýjanlegur orkugjafi. Kol og olía eru lítið notuð á Íslandi í dag til raforkuframleiðslu en eru mikið notuð víða erlendis. Kol og olía eru ekki aðeins gríðarlega mengandi heldur er líka talið að olíulindir jarðar og kolanámur muni tæmast á u.þ.b. 100 árum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=