74 Náttúrulega 3 │ 3. kafli varmavatnsins er notuð til upphitunar. Þegar nota á jarðvarmavatn til upphitunar þarf oft að flytja heitt vatn langar leiðir þangað sem það verður notað. Við flutninginn er mikilvægt að lagnirnar sem flytja vatnið séu vel einangraðar svo hiti tapist sem minnst á leiðinni. Vatnsaflsvirkjanir Vatnsaflsvirkjanir breyta hreyfiorku fallandi vatns í raforku. Vatni er safnað í stór uppistöðulón sem geyma þyngdarorku vatnsins. Vatnið er leitt inn í fallgöng sem eru mjög brött og breyta þyngdarorku vatnsins í hreyfiorku. Hreyfiorka vatnsins snýr stórum vatnstúrbínum sem snúa stórum rafölum sem breyta hreyfiorkunni í raforku sem hægt er að flytja þangað sem hún verður notuð. Hversu mikla orku er hægt að nota fer eftir vatnsmagni og víða í ám er vatnsflæði mismikið eftir árstíðum. Þess vegna eru notuð uppistöðulón til að geyma orkuna og dreifa henni jafnt yfir árið. Uppistöðulónin taka mikið pláss og því stærri sem virkjunin er því stærra þarf uppistöðulónið að vera. Að búa til nýtt uppistöðulón þýðir að við völdum miklum breytingum á flóru og fánu á því svæði sem fer undir vatn. Skoðaðu mikilvægi ein- angrunar með því að setja heitt vatn í glas, labba með það kringum skólann og mæla hitann á því fyrir og eftir. Hvað kemur fyrir vatnið? En hvað gerist ef við notum einangraðan hitabrúsa? TILRAUN VARMATAP
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=