Náttúrulega 3

73 Náttúrulega 3 │ 3. kafli Jarðvarmavirkjanir Um 60% orkunotkunar á heimilum á Íslandi er fengin úr jarðvarma. Hann er notaður til að hita upp húsnæði, gróðurhús, sundlaugar, í alls kyns iðnað, snjóbræðslu og til raforkuvinnslu. Þar sem jarðvarmi finnst er hann oft notaður til að hita upp heimili og til raforkuframleiðslu. Jarðhiti finnst víða á Íslandi en er mestur á Suður- og Norðurlandi. Frá landnámi hafa Íslendingar notað heita vatnið til að fara í heitar sturtur og böð og til að þvo þvott. Jarðvarminn er forsenda þess að hægt sé að hafa eins margar sundlaugar á Íslandi og raunin er. Án hans væri of dýrt að hita laugarnar. Jarðvarmi er auðlind sem þarf að nota varlega þar sem hún þarf að endurnýja sig og því þarf að rannsaka svæði vel og gera áætlanir um hversu mikið má nota og yfir hversu langan tíma. Síðan þarf að fylgjast með borholum til að tryggja að áætlanir standist. Borholur eru gerðar með því að bora djúpt ofan í jörðina en þá kemst vatn sem jarðvarminn hefur hitað upp á yfirborðið. Hreyfiorka vatnsgufunnar sem kemur upp úr borholunum er breytt í raforku en varmaorka jarð-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=