Náttúrulega 3

71 Náttúrulega 3 │ 3. kafli Sólarorka Orkan sem kemur frá sólinni hefur verið notuð sem orkugjafi frá því fyrsta plantan varð til. Plöntur nota sólarorku sem orkugjafa í ljóstillífun. Án orku frá sólinni væri ekkert líf á jörðinni. Sólin hlýjar okkur og þegar ský dregur fyrir sólu kólnar snögglega. Þetta sýnir hversu miklum varma sólin geislar til okkar. Þegar hugsað er um sólarorku í dag leiðist hugurinn oft að sólarrafhlöðum sem finna má á húsþökum, á þökum ferðavagna og jafnvel á heilu ökrunum. Sólarorkan sjálf mengar ekki en framleiðslan á sólarrafhlöðum gerir það. Fara þarf varlega með skaðlegu efnin sem finnast í sólarrafhlöðum og þeim þarf að farga á réttan hátt þegar þær eru ekki nothæfar lengur. Endurnýjanlegir orkugjafar menga ekkert, er það nokkuð? Það borgar sig mest að spara orkuna sem við eigum þó hún komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum! Jú þeir menga vissulega eitthvað en eru samt betri en óendurnýjanlegir orkugjafar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=