70 Náttúrulega 3 │ 3. kafli VIRKJANIR Virkjun er bygging eða byggingar þar sem orkunni sem við beislum er breytt í raforku. Hvort sem það er jarðvarmi, vatnsafl, jarðefnaeldsneyti, vindorka, sólarorka eða eitthvað annað er öllu breytt í raforku. Gerð virkjunar og stærð hennar hefur mikið um það að segja hver umhverfisáhrif raforkuframleiðslunnar eru og hversu mikil. Staðsetningar virkjana eru oft mikið ræddar hér á Íslandi því það skiptir okkur miklu máli að valda ekki óafturkræfum áhrifum á náttúruna í kringum okkur. í Reykjanesvirkjun er jarðvarmi notaður til að framleiða rafmagn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=