68 Náttúrulega 3 │ 3. kafli Hljóðorka er orkan sem býr í bylgjuhreyfingum í efnum. Þessar bylgjuhreyfingar eru líka kallaðar hljóðbylgjur. Við getum heyrt hljóðbylgjur því að heyrnarskynfæri okkar skynja bylgjuhreyfingar í loftinu í kringum okkur. Raforka er hreyfing rafeinda. Raforku er hægt að framleiða með því að hreyfa rafeindir í efni með segulbylgjum. Raforka verður líka til í náttúrunni þegar rafeindir safnast saman eins og í þrumuveðri. Þegar eldingu lýstur niður í jörðina breytist raforkan sem var til í skýinu í varmaorku, hljóðorku og geislaorku. Orka myndast ekki né eyðist heldur getur hún eingöngu breyst úr einu formi í annað. Mannkynið leitar sífellt nýrra leiða til að beisla orkuna til að geta breytt henni í það orkuform sem hentar hverju sinni. Þessar orkubreytingar eru í keðjum sem eru mislangar. Eftir því sem keðjur eru lengri tapast orka í önnur orkuform sem þjóna ekki tilsettu markmiði. Mjög algeng orkubreyting er þegar stöðuorka breytist í hreyfiorku. Ef við spennum upp boga býr hann yfir stöðuorku sem kallast fjaðurorka en um leið og við sleppum bogastrengnum breytist stöðuorkan í hreyfiorku í örinni og bogastrengnum eins og fjallað var um áður. Hreyfiorkan í örinni og bogastrengnum tapast svo í hljóð og varma eins og sýnt er á myndinni. Í hverju skrefi orkubreytinga tapast einhver orka. Sú orka sem tapast breytist í varmaorku eða hljóðorku. Stöðuorka boga: 100% Varmi frá bogastreng: 10% Hljóð frá bogastreng: 10% Skriðorka í ör: 80% Hljóð frá ör: 10% Hljóð frá marki: 30% Varmi frá marki: 30% Varmi frá ör: 10% Skriðorka í markið: 60%
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=