65 Náttúrulega 3 │ 3. kafli Þyngdarstöðuorka er orka sem geymd er í hlut sem hefur massa og á hann verkar þyngdarkraftur. Bikar uppi í hillu hefur þyngdarorku og ef bikarinn dettur af hillunni breytist þyngdarstöðuorkan í hreyfiorku þegar hann dettur niður á gólf vegna þyngdarkrafts Jarðar. Fjaðurorka er orka sem er geymd í formi spennu. Eins og gormur sem búið er að þrýsta saman og lengist aftur þegar honum er sleppt eða teygja sem toguð er í sundur og hrekkur saman þegar henni er sleppt. Þegar við sleppum breytist orkan í hreyfiorku. Kjarnorka er orkan í kjarna frumeinda sem heldur honum saman. Hægt er að breyta þessari orku yfir í önnur form með því að taka í sundur eða setja saman kjarna frumeinda. Í kjarnorkuverum er orkan sem losnar þegar kjarnar klofna notuð til að framleiða raforku með því að breyta kjarnorku í varmaorku. Með því breytum við efnaorku eldsneytisins í varmaorku og síðan hreyfiorku. Yfir hvaða orku býr málverk upp á vegg? Þyngdarstöðuorku! Því að þyngdarafl jarðarinnar togar í málverkið! það hlýtur að vera eitthvað tengt þyngdarafli? Dæmi um innihaldslýsingu þar sem hitaeiningar eru gefnar upp.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=