Náttúrulega 3

64 Náttúrulega 3 │ 3. kafli strengnum. Bogastrengurinn færir með sér örina og færir hluta af orkunni yfir í örina. Þegar bogastrengnum er sleppt býr hann líka yfir hreyfiorku og heldur áfram að hristast og hreyfast þangað til öll orkan hefur færst yfir í önnur form eins og hljóð og hita. Fjaðurorka Hreyfiorka STÖÐUORKUFORMIN Efnaorka er orka sem er geymd í tengingum frumeinda í efnasamböndum. Við getum leyst þessa orku úr læðingi og breytt henni í önnur orkuform með því að breyta efnasamböndum. Ein leið til þess að breyta efnasamböndum er með bruna. Mörg efni er hægt að brenna og með því breytum við efnaorkunni í varma sem hægt er að nýta eða breyta yfir í önnur orkuform. Efnaorku er líka að finna í matvælum og líkami okkar breytir þeirri orku í eðlilega líkamsstarfsemi sem við þurfum til þess að lifa. Líkaminn brennir fæðunni og nýtir þannig orkuna úr henni. Orkugildi í fæðu má finna með því að skoða hitaeiningar á matarumbúðum. Hitaeiningar er íslenska orðið yfir kaloríur sem einnig er oft notað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=