Náttúrulega 3

63 Náttúrulega 3 │ 3. kafli ORKUFORMIN Orka er til í mörgum myndum. Orka er í matnum sem þú borðar, í bolta sem liggur á borði og í raftækjunum í kringum þig. Oft er talað um að það þurfi að borða til að gefa líkamanum orku eða að maður hafi ekki orku til að gera eitthvað ákveðið. Orka er ekki eitthvað sem hægt er að snerta en hefur samt sem áður mikil áhrif á daglegt líf. Til eru ólík orkuform og þeim má skipta í flokka og hópa. Aflfræðileg orka er samheiti fyrir stöðuorku og hreyfiorku. Stöðuorku og hreyfiorku sem skiptist svo enn frekar innan þessara hópa. Aflfræðileg orka Stöðuorka Hreyfiorka Efnaorka Fjaðurorka Kjarnorka Þyngdarstöðuorka Geislunarorka Varmaorka Hreyfiorka Hljóðorka Raforka Hreyfiorka er hver sú orka sem felur í sér hreyfingu, t.d. barn á sleða sem rennur niður brekku. Stöðuorka er orka sem er í geymslu, s.s. spenntur bogi. Orkubreyting á sér m.a. stað þegar stöðuorka breytist í hreyfiorku. Ef við spennum boga býr boginn yfir stöðuorku sem kallast fjaðurorka en um leið og við sleppum bogastrengnum breytist fjaðurorka í hreyfiorku í bogaRæðum saman Hvaða ólíku orkuform þekkir þú? Hver er munurinn á orku og orkugjafa? Hvaðan kemur orkan sem mannslíkaminn þarfnast?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=