61 Náttúrulega 3 │ 2. kafli SAMANTEKT • Eru nauðsynleg til að við getum eignast börn. • Sæðisfrumur verða til í eistum. • Eggfrumur verða til í eggjastokkum. • Þungun verður þegar eggfruma sameinast sáðfrumu og frógvaða eggið (fósturvísirinn) festist í leginu. • Ef egg frjóvgast ekki losnar þykki blóðríki legveggurinn og blæðingar hefjast. • Meðganga er um 9 mánuðir. Æxlunarfæri • Sumir laðast að gagnstæðu kyni, aðrir að sama kyni eða fleiri kynjum, fyrir suma skiptir kynið ekki máli og enn aðrir verða sjaldan eða aldrei hrifnir af neinum. • Fólk þroskast á mismunandi hátt og eðlilegt að það fari að huga að ástinni á mismunandi tímum í lífinu. • Allir þurfa að fá svigrúm til að gera hlutina á sínum hraða. Það má setja öðru fólki mörk og segja nei. Ást er alls konar • Erfðafræði snýr að því að skoða hvað erfist milli kynslóða og hvernig erfðaefnið er uppsett. • Það eru ekki bara erfðaefni sem móta einstakling, heldur líka umhverfi, áhugamál, ákvarðanir um eigin heilsu o.fl. • Erfðaefnið er byggt úr tveimur þráðum sem kallast litningur. • Í mannslíkamanum hefur hver fruma 46 litninga eða 23 pör. Af hverju er ég eins og ég er? Kyn og kynþroskinn • Hormónar í heiladingli koma af stað breytingum sem kallast kynþroskaskeið. • Líkaminn tekur vaxtakipp, hárvöxtur eykst, miklar breytingar verða á líkama og margir finna fyrir þreytu og skapsveiflum. • Stelpur byrja á blæðingum, brjóst stækka og mjaðmir breikka. • Strákar fara í mútur og þeir geta fengið sáðlát. • Líffræðileg kyn eru karl, kona og intersex. • Sumir eru kynsegin og skilgreina sig á annan hátt en líffræðilegt kyn segir til um. • Einstaklingur sem samsamar sig ekki því kyni sem hann fékk úthlutað og lifir eftir því kyni sem hann upplifir sig kallast trans.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=