59 Náttúrulega 3 │ 2. kafli HEILAPÚL Frumur þurfa að endurnýja sig reglulega. Gömul fruma virkar ekki eins og hún á að gera og því endurvinnur líkaminn gamlar frumur þegar nýjar hafa verið myndaðar. Sem dæmi er eitt niðurbrotsefna rauðra blóðkorna bilirúbín sem er það sem gerir kúk kúkabrúnan. Áður en gamla fruman er hætt að starfa rétt tvöfaldar hún öll frumulíffærin og þar með talinn kjarnann þar sem erfðaefni er geymt. Þannig verður dótturfruman alveg eins og móðurfruman. Þegar erfðaefnið tvöfaldar sig til að búa til nýja frumu eða þegar ný fruma verður til við upphaf lífs lífveru getur það gerst að ákveðnir hlutar litninga eða ákveðin gen verði ekki eins og uppskriftin segir til um. Það eru ýmist erfðasjúkdómar, gen sem auka líkur á sjúkdómum eða breytingar sem geta valdið sjúkdómum eins og krabbameinum. HVAÐ GERIST ÞEGAR NÝ FRUMA VERÐUR TIL? Líkur á að fá ríkjandi gen 1/4 + 1/4 + 1/4 = 3/4 AA Aa Aa aa A a A a 1/4 líkur á A frá móður og föður 1/4 líkur á að fá A frá móður og a frá föður 1/4 líkur á að fá a frá móður og A frá föður
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=