Náttúrulega 3

58 Náttúrulega 3 │ 2. kafli Ríkjandi gen eru gjarnan táknuð með stórum staf og víkjandi með litlum staf. Dæmið hér til hliðar getur átt við augnlit. Þá táknar stór stafur ríkjandi eiginleika sem eru brún augu og lítill stafur víkjandi eiginleika eða blá eða græn augu. Gefum okkur í þessu dæmi að um sé að ræða blá augu. Báðir foreldrar hafa Aa í erfðaefninu sínu sem þýðir að það hefur fengið A frá öðru foreldrinu og a frá hinu. Báðir foreldrar eru með brún augu. Það eru 75% líkur á að barn þessa einstaklinga verði með brún augu en 25% líkur að barnið verði með blá eða græn augu. Mannfólk hefur 46 litninga í hverri frumu eða 23 pör Í simpönsum eru 48 litningar í hverri frumu eða 24 pör Í hundum eru 78 litningar í hverri frumu eða 39 pör TILRAUN Litblinda er dæmi um erfðasjúkdóm sem stafar af galla í kynlitningi. Þeir berast áfram í X-litningi. Þar sem konur hafa tvo slíka þurfa báðir litningar (frá föður og móður) að vera með litblindugen til að þær verði litblindar. Hinsvegar hafa karlar bara einn x-litning og nægir því að þeir hafi eitt litblindugen til að vera litblindir. Prófið að kanna hlutfall þeirra í bekknum sem eru litblindir með litblinduprófi og athugið að margar ólíkar gerðir eru til af litblindu sem hafa fæstar áhrif í daglegu lífi. LITBLINDA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=