Náttúrulega 3

57 Náttúrulega 3 │ 2. kafli Maður að nafni Gregor Mendel rannsakaði erfðaefni með því að rækta baunaplöntur. Hann komst meðal annars að því að eiginleikar eins og hæð og litur baunaplantnanna hafði ekki áhrif hvort á annað. Hann komst að því að stundum ráðast eiginleikar af einu geni í litning en annað ræðst af fleiri en einu geni. Blóðflokkar eru dæmi um litninga sem ráðast af einu geni. Húðlitur og augnlitur ræðst af tveimur eða fleiri genum. Blóðflokkur barns Blóðflokkur föðurs Blóðflokkur móður Sumir eiginleikar erfðaefnisins koma frekar fram en aðrir. Það kallast ríkjandi eiginleikar. Þeir sem koma síður fram eru víkjandi. Til þess að víkjandi einkenni komi fram þurfa eiginleikar að koma fram hjá bæði egg- og sæðisfrumu. Hjá mannfólkinu eru til dæmis dökkt hár og brún augu ríkjandi fram yfir aðra hár- og augnliti. Blóðflokkur foreldra (blátt og bleikt) ræður möguleikum í blóðflokki barna (gult)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=