55 Náttúrulega 3 │ 2. kafli Það sem ákvarðar hver við erum er blanda af umhverfi okkar og því sem kallast erfðir. Sérstök vísindagrein snýr að erfðum sem kallast erfðafræði. Hún fjallar um það hvernig ákveðnir eiginleikar í útliti og persónueinkenni berast milli kynslóða. Þeir sem eru erfðafræðingar rannsaka hvernig erfðaefni lítur út og þannig er hægt að sjá hvaða einkenni koma frá foreldrum og forfeðrum. Þeir rannsaka líka alls kyns sjúkdóma sem geta borist milli einstaklinga á erfðaefninu. Erfðaefnið er byggt úr tveimur þráðum sem raðast upp í nokkurs konar gorm og kallast litningur. Erfðaefni er stundum kallað DNA en það er skammstöfun orðsins á ensku. Manneskja verður til þegar sáðfruma frjóvgar egg. Þá kemur annar erfðaefnaþráðurinn frá sáðfrumunni og hinn frá eggfrumunni. Systkini geta verið ólík þar sem þau geta fengið gagnstæða litninga frá kynforeldrum. Erfðaefnið geymir meðal annars upplýsingar um augnlit, húðlit, blóðflokk og jafnvel hvernig eyrun líta út. Þar sem litningarnir eru tveir getur verið að hluti einkenna komi frá egginu og annað frá sæðinu. Það er margt sem einungis erfðaefnið segir til um en umhverfið getur haft áhrif á margt fleira. Upplýsingarnar í líkamanum um útlit og persónueinkenni er ekki það eina sem mótar einstakling. Umhverfis hefur einnig mikil áhrif svo og fjölskylda, áhugamál, ákvarðanir um heilsu og áhugamál. AF HVERJU ER ÉG EINS OG ÉG ER? Ræðum saman Hvað gerir okkur að okkur? Hvað ræður augnlit? Hvað er litningur og hvað er gen?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=