Náttúrulega 3

52 Náttúrulega 3 │ 2. kafli ÁSTIN ER ALLS KONAR Ræðum saman Ráðum við hverjum við verðum skotin í? Geta aðrir stjórnað okkar tilfinningum? Megum við gera eitthvað við annað fólk sem það vill ekki? Flestir verða skotnir í annarri manneskju á einhverjum tímapunkti. Sumir finna fyrir þessum tilfinningum snemma en aðrir ekki fyrr en seinna á lífsleiðinni. Þó einstaklingar upplifi ástina á mismunandi hátt getur hún lýst sér þannig að allt í einu finnist þér ein manneskja áhugaverðari en aðrar og á annan hátt. Mögulega getur þú ekki hætt að hugsa um þessa manneskju og spennist upp og færð fiðring í magann þegar þú hittir hana. Sumir verða vandræðalegir þegar þeir umgangast manneskjuna sem þeir eru skotnir í, haga sér öðruvísi, roðna, eiga erfiðara með að haga sér eins og venjulega. Það er mismunandi hverjum einstaklingar laðast að og við getum elskað á ólíkan hátt. Sumir laðast bara að einstaklingum af einu kyni hvort sem það er sama eða annað kyn en manneskjan sjálf. Aðrir laðast að einstaklingum af fleiri kynjum en svo finnst sumum kynið ekki skipta neinu máli. Óháð kyni þá er það fyrst og fremst persónan sem heillar, við ráðum ekki hver það er og enginn hefur rétt til þess að segja okkur hverjum við megum verða skotin í og hverjum ekki. Kynhneigð getur verið fljótandi, sumir heillast t.d. mest af strákum en einstaka sinnum af stelpum eða hvernig sem er og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=