Náttúrulega 3

51 Náttúrulega 3 │ 2. kafli Veirusjúkdóma er ekki hægt að meðhöndla með sýklalyfjum. Til eru bólusetningar við sumum veirum, einhverjar eru ólæknandi en hægt er að halda þeim í skefjum og í einhverjum tilfellum vinnur líkaminn á þeim. Helstu kynsjúkdómar sem orsakast af veirum: Kynfæravörtur: Algengur kynsjúkdómur. Einkenni eru vörtur á kynfærasvæði og við endaþarm. Kynfæraherpes: Algengur og ólæknandi. Einkenni eru sár á kynfærasvæði. HPV veiran: Algeng og getur valdið frumubreytingum og jafnvel krabbameini. Alnæmi: Alvarlegt og ólæknandi. Orsakast af HIV veirunni sem er sjaldgæf á Íslandi. Í dag býðst ungmennum bólusetning gegn HPVveirum sem getur þróast í ýmsar tegundir krabbameins. Eins geta sumar HPV-veirur valdið kynfæravörtum. Til eru margar gerðir af HPV veirum og er mjög algengt að fólk smitist. Flestir sem hafa smitast af veirunni vita ekki að þeir eru smitaðir. TILRAUN Frá hverjum færðu upplýsingar um kyn, kynlíf og kynþroska? Hefur þú lært um það frá foreldrum, í skólanum, í fjölmiðlum og á netinu eða hjá vinum þínum? Kennari merkir hvert horn kennslustofunnar með þessum fjórum uppsprettum upplýsinga og nemendur fara á þann stað þar sem þeim finnst þeir hafi fengið mestar upplýsingar. Þar skulu þið ræða, fyrst saman og svo við aðra um þær upplýsingar sem þið hafið fengið, hversu réttmætar þær upplýsingar eru hvort hægt sé að treysta á þær. Berið niðurstöður ykkar síðan saman við aðra hópa. Í framhaldi getur verið gott að skrifa lista yfir þau atriði sem nemendur vilja læra til viðbótar og skila til kennara nafnlaust. UPPLÝSINGAR UM KYN OG KYNLÍF

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=