Náttúrulega 3

50 Náttúrulega 3 │ 2. kafli KYNSJÚKDÓMAR Kynsjúkdómar eru sjúkdómar sem smitast við kynmök. Þeir smitast yfirleitt við snertingu slímhúða á kynfærum en geta líka smitast við snertingu slímhúða í munni og í endaþarmi. Algeng einkenni eru útferð, sviði, kláði, vörtur og sár á kynfærasvæði. Oft eru einkenni lítil sem engin og því er hægt að vera með kynsjúkdóm lengi án þess að vita af því og jafnvel smita aðra á meðan. Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem ver fyrir kynsjúkdómum. Ef einstakling grunar kynsjúkdómasmit er mikilvægt að fara í skoðun hjá lækni og meðhöndla kynsjúkdóminn eins fljótt og auðið er eftir smit. Að fá rétta meðhöndlun getur komið í veg fyrir varanlegan skaða og stöðvað smit til annarra. Bakteríusjúkdómar sem eru meðal annars meðhöndlaðir með sýklalyfjum. Helstu kynsjúkdómar sem orsakast af bakteríum eru: Klamydía: Einkenni eru óvenjuleg útferð, sviði og kláði. Sýking er nokkuð algeng og getur meðal annars valdið ófrjósemi vegna bólgu í eggjaleiðara eða eistum ef ekki er meðhöndlað strax. Hægt er að fá klamydíu í munn eða háls eftir munnmök við smitaðan einstakling. Lekandi: Einkenni eru lituð útferð og sviði, sérstaklega við þvaglát. Sýking sem meðal annars getur valdið ófrjósemi vegna bólgu í eggjaleiðara eða eistum ef ekki er meðhöndlað strax. Sárasótt: Einkenni eru t.d. útbrot, sár og slappleiki. Langvarandi sýking getur valdið hjarta-, heila- og taugasjúkdómum. Flatlús er sníkjudýr sem lifir á fólki og allra helst í hárum við kynfæri. Smitast gjarnan við kynmök. Klamydía er algengur kynsjúkdómur á Íslandi. Flatlús er sníkjudýr sem lifir á fólki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=