Náttúrulega 3

48 Náttúrulega 3 │ 2. kafli Hettan er notuð ásamt sæðisdrepandi kremi. Hún er sett upp í leggöng til að loka leghálsi og þá kemst sæði ekki inn í legið. Hettuna má ekki hreyfa að minnsta kosti sex klst. eftir samfarir og læknir þarf að mæla hvaða stærð af hettu passar hverri konu til að hún virki vel. Hettan hefur ekki áhrif á hormónastarfsemi líkamans. Neyðarpillan er getnaðarvörn sem aðeins á að nota í neyð. Hana má taka í neyð innan 72 klst. eftir óvarðar samfarir (t.d. ef smokkur rifnar). Hún inniheldur hormón sem kemur í veg fyrir þungun. Hún fæst í apótekum með viðtali við lyfjafræðing. Neyðarpillan er ekki hættuleg en hún inniheldur stærri hormónaskammt en hormónagetnaðarvarnir og því geta fylgt meiri óþægindi. GETNAÐARVARNIR Til eru ýmsar gerðir getnaðarvarna en eins og staðan er í dag eru langflestar þeirra inngrip í líkama kvenna. Það eru hormónagetnaðarvarnir sem hafa áhrif á tíðahringinn og lykkjan sem komið er fyrir í legi konunnar. Hormónagetnaðarvarnir eru stundum notaðar í öðrum tilgangi en sem getnaðarvörn, til dæmis sem meðferð við túrverkjum eða miklum tíðablæðingum. Smokkur er algeng getnaðarvörn og fæst í ýmsum stærðum og gerðum. Allir geta því fundið smokk sem passar. Flestir eru úr latexi en einnig eru til smokkar án latex fyrir þá sem eru með latexofnæmi. Smokkurinn er ekki aðeins getnaðarvörn heldur er hann eina getnaðarvörnin sem ver líkamann líka fyrir kynsjúkdómum. Smokkurinn hefur ekki áhrif á hormónastarfsemi líkamans og þar sem typpið hefur sáðlát inn í smokkinn fer ekki sæði um allt. Smokk skal henda strax eftir notkun, ekki má nota sama smokk aftur og ekki má nota smokk sem er útrunninn. Pillan inniheldur hormón sem kemur í veg fyrir egglos og að aðstæður í leginu henti til þungunar. Pillan er yfirleitt tekin í 21 dag og svo er 7 daga pillu-hlé áður en byrjað er á nýju spjaldi, en þá daga eru blæðingar. Pillan getur haft ýmsar aukaverkanir eins og vanlíðan, bólumyndun og þyngdaraukningu. Sumum líður betur á pillunni og getur hún t.d. hjálpað ef það hafa verið vandamál með óreglulegar eða óeðlilega miklar tíðablæðingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=