47 Náttúrulega 3 │ 2. kafli ENDÓMETRÍÓSA HEILAPÚL Endómetríósa er krónískur og ólæknandi sjúkdómur sem getur ráðist á öll líffærakerfi líkamans en einkenni eru oftast mest áberandi í kringum kvenlíffæri. Talið er að ein af hverjum tíu konum séu með endómetríósu, sumar á vægu stigi en aðrar alvarlegu. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að endómetríósufrumur setjast á yfirborð ýmissa líffæra og valda þar bólgum. Frumurnar bregðast við mánaðalegum hormónabreytingum líkamans og þá verða innvortis blæðingar. Þar sem blóðið kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur (sem geta sprungið) og samgróningar á og á milli líffæra, sérstaklega líffæra í kviðarholi. Þetta getur verið mjög sársaukafullt og getur valdið skemmdum á líffærum. Sjúkdómurinn fer að gera vart við sig við fyrstu blæðingar og versnar á blæðingum. Helstu einkenni eru: sársauki og verkir (sérstaklega við blæðingar og egglos), óeðlilegar blæðingar, vandamál við meltingu, ófrjósemi og erfiðleikar við að verða barnshafandi, síþreyta og fleira. Ef kona upplifir óeðlilega mikla tíðaverki er full ástæða til að leita til læknis og kanna hvort um endómetríósu sé að ræða og fá viðeigandi meðhöndlun við sjúkdómnum. EIN AF HVERJUM TÍU Hvernig pissa konur með túrtappa og tíðabikar? Þarf að taka það úr fyrst? Túrtappar og tíðabikar fer inn í leggöngin. Þvagrásin er fyrir ofan leggöngin en ekki á sama stað. Það ætti þá að vera leikur einn að pissa þrátt fyrir að vera að nota tíðavörur!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=