Náttúrulega 3

46 Náttúrulega 3 │ 2. kafli langt upp í leggöngin, það er mikilvægt að ýta honum vel upp. Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur þar sem tappinn kemst ekki lengra en að leghálsinum og fer ekki á flakk í líkamanum. Tíðabikar Ein umhverfisvæn lausn þegar konur eru á blæðingum er tíðabikarinn. Bikarinn er til í fjölmörgum útgáfum en í grunninn er hann mjúkur, margnota gúmmí- eða sílíkonbikar sem settur er upp í leggöngin. Blóðið lekur í hann og hann kemur alfarið í staðinn fyrir dömubindi og túrtappa. Hann getur tekið við meira blóði en túrtappi og þarf að tæma hann á 4-12 klst. fresti. Túrnærbuxur Túrnærbuxur líta út eins og venjulegar nærbuxur en eru ólíkar þeim að því leyti að í þeim eru mörg lög af efnum sem eru gerð til að grípa og geyma blóðið án þess að það fari í gegn. Nærbuxurnar eru svo einfaldlega bara þvegnar eftir notkun og notaðar aftur og aftur. Fyrir sumar konur dugar að nota nærbuxurnar eingöngu þegar blæðingar eru litlar en aðrar nota þær sem auka vörn samhliða öðrum túrvörum til að ekkert fari í gegnum fatnað. Svo er auðvitað alltaf hægt að vera í þeim til öryggis þegar vitað er að blæðingar eru væntanlegar. Að fylgjast með tíðahringnum Mörgum finnst gott að fylgjast með tíðahringnum til að vita hvenær blæðingar eru væntanlegar. Hægt er að merkja inn á dagatal en í dag eru líka til fjölmörg forrit sem hægt er að nota til að merkja inn hvenær blæðingar hefjast, hvenær þeim lýkur og svo framvegis. Þegar forritið er búið að læra á tíðahringinn þinn merkir það inn hvenær egglos og næstu tíðir eru áætlaðar. Blæðingar Egglos

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=