44 Náttúrulega 3 │ 2. kafli GLASA- OG SMÁSJÁRFRJÓVGUN HEILAPÚL Stundum getur fólk ekki eignast börn með hefðbundnum getnaði og fyrir því geta verið margar ástæður. Ein frjósemismeðferð til að aðstoða með slíkt er glasafrjóvgun. Konunni er gefið lyf til að fleiri en eitt egg þroskist í einu. Eggin eru síðan sótt með nál úr eggjastokkunum. Eggin eru svo sett í petri-disk ásamt sáðfrumum í þeirri von að sáðfrumurnar frjóvgi eggin. Einnig er hægt að stinga einni sáðfrumu beint inn í eggið. Sú aðferð er notuð í þeim tilfellum þegar sáðfrumurnar eru slappar og kallast þessi aðferð smásjárfrjóvgun. Ef egg frjógvast verður til fósturvísir (eða fósturvísar) sem eru ræktaðir í 2–6 daga í hitaskáp. Síðan er einum fósturvísi komið fyrir í legi í þeirri von um að hann festi sig þar og fóstrið nái að þroskast. Ef fleiri fósturvísar verða til er hægt að frysta umfram fósturvísana til að nota síðar. Algengast er að fólk noti sínar eigin kynfrumur (egg og sæði) en einnig er hægt að fá gjafakynfrumur frá öðru fólki. Fyrsta glasabarnið fæddist 1978 en síðan þá hefur þessi leið hjálpað mörgum og margar milljónir glasabarna fæðst. Glasabörn eru ekkert ólík öðrum börnum að neinu leyti. egg sótt sæði sótt egg frjóvgað fósturvísi komið fyrir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=