42 Náttúrulega 3 │ 2. kafli Nýtt egg þroskast í eggjastokknum og legveggurinn þykknar. Frjóvgað egg festist við legvegginn. Eggið losnar og ferðast í legið. Blóðríki veggurinn losnar og blóð fer út í leggöngin. Tíðahringur Langoftast verður ekki þungun. Þrátt fyrir það undrbýr líkaminn sig fyrir það að frjóvgað egg, fósturvísir, festi sig í leginu. Í hverjum mánuði þykknar legveggurinn, hann verður blóðríkur og þar myndast kjöraðstæður fyrir fósturvísi að festa sig í. Ef egg frjóvgast ekki er þykki blóðríki legveggurinn óþarfur. Hann losnar einfaldlega og þá fer konan á blæðingar eða túr. Þetta ferli kallast tíðahringur, en fyrsti dagur tíðahrings er fyrsti dagur blæðinga. Algengt er að tíðahringurinn sé 28–30 dagar en það getur þó verið mismunandi. Að blæðingum loknum byrjar legveggurinn að þykkna að nýju. Um miðjan tíðahringinn losnar egg og ef frjóvgað egg (fósturvísir) festir sig ekki endurtekur allt ferlið sig. Eðlilegt er að finna fyrir þreytu, óþægindum og jafnvel þyngslum í leginu á meðan blæðingar standa yfir. Þungunarpróf mælir hormónið HCG í þvagi sem segir til um það hvort þungun hafi átt sér stað eða ekki. Hægt er að kaupa prófið á mörgum stöðum, til dæmis í apótekum og matvöruverslunum. Einfaldlega er pissað á prófið og beðið í nokkrar mínútur eftir niðurstöðu. Eitt af fyrstu einkennum þungunnar er að tíðablæðingar hefjast ekki. Á þeim tímapunkti er gott að taka prófið og líklegt að rétt niðurstaða fáist.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=