Náttúrulega 3

41 Náttúrulega 3 │ 2. kafli ÆXLUNARFÆRI KVENNA Hér má sjá æxlunarfæri kvenna. Ólíkt körlum eru konur með megnið af sínum æxlunarfærum innvortis. Að utanverðu sjáum við aðeins hluta af snípnum sem er næmasti hluti píkunnar, meirihluti snípsins er innvortis undir börmunum og leggir hans ná nánast alveg aftur að endaþarmi. Við kynferðislega örvun stendur snípurinn eins og typpið og getur tvöfaldast að stærð. Fyrir neðan snípinn er þvagrásin, þar á eftir eru leggöngin og svo kemur endaþarmsopið. Konur fæðast með öll sín egg eða eggfrumur og þær geta ekki framleitt fleiri. Eggin eru í eggjastokkum þeirra og ef allt virkar eins og það á að gera þroskast eitt egg í hverjum mánuði í eggjastokkunum vegna áhrifa frá hormónum heiladinguls. Þegar eggið hefur náð fullum þroska losnar það frá eggjastokknum og ferðast niður eggjaleiðarann, það kallast egglos. Eftir egglos eru tvær mögulegar útkomur. Annað hvort verður konan ólétt eða ekki. Eggjastokkur Snípur Þvagrás Leggöng Skapabarmar Eggjaleiðari Skapabarmar Snípur Leggöng Þvagrás Þvagblaðra Leg

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=