Náttúrulega 3

39 Náttúrulega 3 │ 2. kafli ÆXLUNARFÆRI OG HREINLÆTI HEILAPÚL Það er mikilvægt að huga að góðu hreinlæti á kynfærasvæði bæði fyrir typpi og píkur. Toga þarf niður forhúðina sem hlífir kónginum á typpinu og hreinsa svæðið sem er venjulega undir forhúðinni. Þar geta safnast upp óhreinindi og ef það er ekki þrifið getur komið vond lykt af typpinu ásamt roða og bólgum sem veldur óþægindum. Ef forhúð er of þröng eða ef óþægilegt er að færa hana fram eða aftur á typpinu getur verið gott að ræða við lækni og fá aðstoð og oftast er hægt að leysa það á einfaldan máta. Síðan þarf að þvo punginn og spöngina sem er svæðið milli pungs og endaþarms. Þetta er einfalt mál sem hægt er að gera um leið og farið er í sturtu. Það á ekki að nota sápu á kynfæri, nóg er að nota volgt vatn. Einnig þarf að þvo kynfærasvæðið í kringum píkur með vatni en ekki sápu. Leggöngin hreinsa sig sjálf og ekki á að sprauta vatni inn í þau, bara þvo svæðið sem er útvortis. Þvagrás kvenna er styttri en karla og þess vegna eru konur líklegri til að fá þvagfærasýkingu. Þegar konur skeina sér er mikilvægt að skeina aftur frá kynfærum. Það á ekki að skeina frá endaþarmi að leggöngum og þvagrás því þá komast bakteríur frá endaþarmi á svæði sem þær eiga ekki að vera og geta valdið þvagfærasýkingu. Ekki ætti að nota neins konar ilmklúta eða ilmsprey á kynfærasvæði og skipta þarf um nærbuxur daglega. Til að sáðfrumur karlmanns komist að eggfrumu konu þurfa þau að hafa samfarir. Þá er typpið sett inn um leggöng konunnar þar sem hann hefur sáðlát. Sáðfrumurnar fara inn í legið og þaðan upp eggjaleiðarana og við egglos geta sáðfrumurnar frjóvgað egg. Þegar egg frjóvgast sameinast sáðfruma og eggfruma og verður að fósturvísi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=