Náttúrulega 3

38 Náttúrulega 3 │ 2. kafli ÆXLUNARFÆRI KARLA Hér má sjá æxlunarfæri karla. Fremst á typpinu má sjá kónginn sem er mjög næmur fyrir snertingu, yfir honum er forhúð sem hlífir kónginum. Þegar typpið verður fyrir kynferðislegri örvun fyllist risvefurinn af blóði en risvefur er svampkenndur og holóttur vefur í typpinu. Þá rís typpið og stráknum stendur. Inni í pungnum eru eistu og eistnalyppur. Þegar strákar verða kynþroska myndast milljónir nýrra sáðfrumna á hverjum sólarhring í eistunum sem eru síðan geymdar í eistnalyppunum. Þegar strákar fara að framleiða sáðfrumur byrja þeir að fá sáðlát. Það getur orðið við samfarir, sjálfsfróun og stundum gerist það bara alveg ómeðvitað, t.d. í svefni. Sáðfrumur eru kynfrumur karla. Þegar sáðlát verður fara sáðfrumur upp sáðrásina og blandast við sæðisvökva sem verður til í sáðblöðrunni og blöðruhálskirtlinum. Sáðvökvinn auðveldar sáðfrumunum að synda en sæðið, sem er blanda af sáðvökva og sáðfrumum, fer út um þvagrásina þegar strákur fær sáðlát. Sumir óttast að þeir pissi óvart þegar þeir eru t.d. að stunda kynlíf en það eru óþarfa áhyggjur. Þegar typpið er í reisn lokast fyrir þvagrásina en sáðrásin opnast. Sáðblaðra Þvagblaðra Þvagrás Sáðrás Typpi Eistu Eistnalyppa Pungur Pungur Forhúð Typpi Kóngur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=