Náttúrulega 3

37 Náttúrulega 3 │ 2. kafli Æxlunarfærin eru eitt af líffærakerfum líkamans og þau eru nauðsynleg til þess að einstaklingar geti eignast börn. Æxlunarfærin eru samsett af mörgum líkamshlutum sem hafa ólík hlutverk. Þetta á við um æxlunarfærin eins og önnur líffærakerfi líkamans. Til að þungun geti orðið þarf bæði egg og sæði. Þrátt fyrir að flestir líkamshlutar séu sambærilegir óháð líffræðilegu kyni eru æxlunarfæri karla og kvenna ólík. Langoftast fæðist einstaklingur annaðhvort líffræðilegur strákur eða líffræðileg stelpa en á hverju ári eru tilfelli þar sem einstaklingar fæðast með óhefðbundin kyneinkenni, þ.e.a.s. ekki með öll einkenni líffræðilegs karls eða konu. Það kallast að vera intersex. ÆXLUNARFÆRI Ræðum saman Hvaða líkamshlutar teljast til æxlunarfæra? Hefurðu heyrt talað um að einhver sé í mútum? Hvað veistu um tíðahringinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=