Náttúrulega 3

35 Náttúrulega 3 │ 2. kafli Þegar unglingsárin nálgast verða ýmsar breytingar á líkamanum. Hormón sem verða til í heiladingli koma af stað breytingunum sem kallast kynþroskaskeið. Við kynþroskann verður líkaminn fær um að búa til börn þrátt fyrir að fæstir verði tilbúnir til að hugsa um barn fyrr en talsvert seinna á lífsleiðinni. Flestir unglingar stækka á kynþroskaskeiðinu og hárvöxtur eykst, s.s. hár í handakrikum og á kynfærasvæði og einnig skeggvöxtur hjá strákum. Þessar miklu breytingar sem verða á líkamanum á kynþroskaskeiði geta haft mikil áhrif á líf og líðan unglinga. Margir finna fyrir skapsveiflum sem þeir ráða illa við og algengt er að ungmenni finni fyrir mikilli þreytu og því er mikilvægt að huga vel að góðum svefni. Vegna þessara hormónabreytinga er algengt að ungmenni fái bólur á húð en ýmis ráð eru til að vinna á þeim vanda. Erfitt er að segja nákvæmlega hvenær kynþroskaskeið hefst þar sem mikill munur getur verið á milli einstaklinga en kynþroski byrjar yfirleitt fyrr hjá stelpum en strákum. Algengur aldur stúlkna er 10–13 ára en sumar stelpur verða kynþroska yngri og sumar eldri og það er mjög eðlilegt. Merki um að kynþroskinn sé byrjaður eru að brjóstin stækka, mjaðmir breikka, röddin breytist, ásamt því að tíðablæðingar hefjast. Kynþroski hjá strákum byrjar yfirleitt u.þ.b. einu eða tveimur árum á eftir stelpum. Það er þó ekki algilt því eins og hjá stelpunum hefst kynþroskinn á mismunandi aldri. Við kynþroskann stækkar allur líkaminn og með honum barkakýlið og raddböndin. Oft tekur tíma að venjast þessum breyttu talfærum og ná tökum á þeim og því getur röddin sveiflast á milli hærri og dýpri tóna. Þetta kallast að fara í mútur og er tímabundið ástand. Á þessu tímabili stækka og þroskast kynfærin. Strákar upplifa að typpið á þeim rís og þeir geta líka fengið sáðlát. Þetta getur tengst kynferðislegri örvun en Margir finna fyrir skapsveiflum á unglingsárunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=