Náttúrulega 3

34 Náttúrulega 3 │ 2. kafli KYNÞROSKI OG ÆXLUNARFÆRI Kynsegin og intersex Í þessum kafla verður fjallað um líffræðilegt kyn í sinni einföldustu mynd og verður því talað almennt um stráka eða karla þegar átt er við ungt fólk með typpi og stelpur eða konur þegar talað er um ungt fólk með píku. Líffræðilegt kyn segir til um hvort einstaklingur sé fæddur karl eða kona og flestar manneskjur falla þar undir. Í einstaka tilfellum fæðast einstaklingar intersex en þá eru kyneinkenni óhefðbundin. Margt fólk er sátt við það líffræðilega kyn sem það fékk úthlutað við fæðingu. Aftur á móti eru aðrir sem skilgreina kyn sitt á annan hátt en það líffræðilega kyn sem var úthlutað í fæðingunni og kallast það að vera kynsegin. Trans er þegar fólki finnst það kyn sem því var úthlutað við fæðingu ekki passa sér og ákveða að lifa sem það kyn sem þau upplifa að þau tilheyri. Sum breyta nafninu sínu og fara jafnvel í kynleiðréttingu. Önnur kjósa að gera það ekki. Ruglingur á hugtökum er algengur þegar talað er um transkonur og transkarla. Transkarl er karlmaður sem fæddist líffræðileg kona. Transkona er kona sem fæddist líffræðilegur karl. Ræðum saman Hvað er það sem gerist við kynþroskann? Hvað eru til mörg kyn? Er munur milli líffræðilegra kynja fyrir og eftir kynþroskann? KYN OG KYNÞROSKI Fáni transfólks og fáni intersexfólks.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=