Náttúrulega 3

30 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Villt spendýr á Íslandi Hér á landi finnast ekki margar tegundir landspendýra enda er Ísland frekar einangrað frá öðrum löndum og hér þurrkaðist út nær allt líf á síðustu ísöld fyrir um 10.000 árum. Aðeins ein tegund landspendýra telst vera upprunaleg á Íslandi en það er heimskautarefurinn. Hann er kallaður ýmsum nöfnum hér á landi t.d. melrakki eða tófa. Talið er að hann hafi verið hér í árþúsundir eða frá lokum ísaldar. Íslenski melrakkinn sker sig aðeins frá öðrum heimskautarefum enda hefur hann verið einangraður frá heimskautarefum sem finnast annars staðar í þúsundir ára. Tvær aðrar tegundir hafa af og til komist hingað til lands af sjálfsdáðum en það er hvítabjörn og leðurblökur. Hvítabjörninn hefur komist hingað á ísjökum og sundi og leðurblökur borist með vindum. Hvorug tegundin hefur haft hér fasta búsetu og fjölgað sér. Talsvert er um sjávarspendýr eins og seli og hvali í lögsögu Íslands og oft má sjá seli sóla sig á ströndinni víða við strendur landsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=