27 Náttúrulega 3 │ 1. kafli SPENDÝR Spendýr er sá flokkur lífvera sem manneskjur tilheyra en honum tilheyra líka önnur dýr af öllum stærðum og gerðum. Þau eru allt frá því að vera hunangsleðurblaka sem vegur aðeins 2 grömm upp í að vera steypireiður sem vegur allt að 150 tonn. Aðlögunarhæfni og fjölbreytileiki þeirra er sennilega ástæðan fyrir því að þau finnast í öllum heimsálfum og mörgum höfum jarðar. Þau eru með jafnheitt blóð, anda með lungum og hreyfa sig með því að ganga, hlaupa, klifra, hoppa, synda, grafa og sum jafnvel fljúga. Mataræði, hegðun og aðrir eiginleikar spendýra eru einnig mjög fjölbreyttir. Sum spendýr ráfa um ein á meðan önnur eru í hópum. Sum eru rándýr með tennur og klær sem hjálpa þeim að rífa í sig kjöt bráðar sinnar. Önnur eru grasbítar með tennur sem eru gerðar til að tyggja jurtir. Spendýr skiptast í þrjá flokka; fylgjudýr, pokadýr og nefdýr. Þrátt fyrir að vera ólík eiga þau það t.d. sameiginlegt að eignast afkvæmi sem drekka mjólk úr mjólkurkirtlum móður sinnar en nafn spendýra er til komið vegna spena þeirra. Einnig eru öll spendýr þakin líkamshári, nema maðurinn sem hefur tapað því að mestu leyti. Afkvæmin fylgja móður í einhvern tíma, njóta verndar og læra af henni áður en þau fara að hugsa um sig sjálf. Sum bindast fjölskyldu sinni sterkum böndum og tilheyra henni jafnvel ævilangt. Sum spendýr verpa eggjum Nefdýr eru að mörgu leyti ólík öðrum spendýrum og hafa marga frumstæða eiginleika. Til að mynda verpa þau eggjum eins og fuglar og önnur skriðdýr og eru með nokkurs konar gogg eins og fuglar. Þau teljast þó til spendýra vegna þess að móðirin nærir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=