Náttúrulega 3

26 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Á Íslandi finnast ýmsar tegundir villtra fugla en flugið gerði þeim mögulegt að ferðast hingað og festa rætur án hjálpar mannsins. Hér eru bæði staðfuglar sem eru hér allt árið og farfuglar sem dvelja og verpa hér á landi yfir sumartímann en ferðast til annarra landa þegar kólnar í veðri. Öðru hverju sjást hér fuglar sem ekki hafa hér fasta búsetu en gjarnan er talað um þá sem flækinga. Á Íslandi eru vistkerfi fjölbreytt og margt í þeim sem gerir þau heppileg búsvæði fyrir ýmsar tegundir fugla. Ísland er eyja og við landið eru fjölmargar minni eyjur. Hér er að finna fuglabjörg sem er frekar öruggur staður fyrir sjófugla þar sem rándýrum gengur erfiðlega að komast að þeim. Einnig hentar staðsetningin við sjóinn vel því þar er hægt að ná í æti. Margir sjófuglar dvelja svo úti á hafi hluta árs en koma í land til að verpa. Hér eru einnig vötn og ár þar sem andfuglar geta lifað á margvíslegum vatnagróðri og smádýrum sem lifa í og við vatnið. Votlendi er heppilegt bústæði fyrir ýmsar tegundir vaðfugla en í blautum jarðveginum eru ýmis smádýr sem eru heppileg fæða fyrir fuglana. Í fjörum landsins er einnig að finna mikið æti og því algengt að sjá mikið fuglalíf þar, sérstaklega þegar fjarar út. Sama má segja um mela, þar er mikið pöddulíf sem er góð fæða fyrir ýmsa fugla. Ýmsir spörfuglar sækja í skóga og að mannabústöðum. Hús og tré veita skjól ásamt því að á trjám er mikið um smádýr svo sem lýs og lirfur sem eru góð fæða fyrir fuglana. Einnig geta ber og fræ á trjám hentað vel sem fæða. Lóan er farfugl. Hún dvelur á Íslandi um það bil fram í nóvember og kemur yfirleitt í mars. Lundi er farfugl en hvergi í heiminum verpa fleiri lundar en á Íslandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=