Náttúrulega 3

24 Náttúrulega 3 │ 1. kafli JANE GOODALL HEILAPÚL Vísindakona sem er þekktust fyrir rannsóknir sínar á simpönsum í Tansaníu í Afríku. Hún var ung að árum þegar hún hóf störf við að rannsaka simpansana og notaði óhefðbundnar leiðir við rannsóknir sínar. Jane var mikið innan simpansana og sýndi mikinn áhuga og þrautseigju við rannsóknir sínar. Hún skráði niður allt sem hún sá og öðlaðist þannig nýja þekkingu á tegundinni. En sú aðferð, að fylgjast með og skrá niður, hefur verið umdeild í vísindaheiminum. Með þessari aðferð komst hún þó að ýmsu nýju. Hún komst að því að simpansar eru líkari manninum en áður var talið, t.d. að þeir eru tilfinningaverur með ólíka persónuleika og flókin félagstengsl. En hún komst einnig að því að simpansarnir eru ekki eingöngu jurtaætur eins og áður var talið og þeir nota greinar sem verkfæri, til dæmis við að veiða termíta og éta þá. Krían er einn öflugasti farfugl heimsins en á hverju ári flýgur hún meira en 70 þúsund kílómetra frá Grænlandi og allt að Suðurheimskautinu og síðan aftur til baka. Einnig er áhugavert að þær fljúga ekki sömu leið þegar þær fara suður og þegar þær koma norður. Ótrúlegt en satt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=