Náttúrulega 3

23 Náttúrulega 3 │ 1. kafli auðveldar honum flugið. Bein fugla eru gjarnan hol að innan sem gerir þá léttari og minna þyngdarafl virkar á þá. Samt sem áður tekur það mikla orku að fljúga og hafa fuglar hlutfallslega stór lungu sem hjálpa þeim að anda ásamt sterkum vöðvum. Þar sem flestir fuglar geta flogið kemur kannski ekki á óvart að þeir finnast í öllum heimsálfum og nánast öllum vistkerfum. Þeir eru mikilvægur hlekkur í vistkerfum en fuglar dreifa t.d. fræjum og halda fjölda skordýra í jafnvægi. Þar sem heimkynni fugla geta verið mjög ólík hafa fuglar þróast á ólíkan hátt og eru mjög fjölbreyttir að stærð og gerð. Fætur og goggur þeirra geta sem dæmi verið mjög ólíkir eftir því hvar þeir búa og hverju þeir nærast á eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fuglar nota fætur sína til ólíkra verka, þeir ýmist sitja á greinum, klifra, vaða eða synda á meðan aðrir hlaupa um eða nota fæturna til að grípa bráð sína. Sama á við um goggana en fuglar nota þá á mismunandi vegu og þá gjarnan til að ná í ýmiss konar fæðu. Sumir fuglar eru með gogga sem henta til að ná skordýrum eða rífa í sig kjöt, aðrir til að ná fræjum úr skurn og enn aðrir til að ná sér í fæðu úr vatni. Þessir ólíku eiginleikar gera fuglum kleift að lifa á fjölbreyttum svæðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=